29.10.04

Mús í Sharp UX-510 FaxtækiJá líf rafeindavirkjans er fullt af óvæntum uppákomum.
Strákarnir hjá ónefndu trésmíðaverkstæði hér í bæ höfðu tekið eftir miklum óþef upp úr forlátu faxtæki sem var á skrifstofu þeirra. Faxtækið var að öðru laeiti í góðu lagi en ákváðu þeir að kíkja með það á verkstæðið mitt í Radíónaust til að athuga hvort ekki væri hægt að finna út úr þessari lykt sem var vægast sagt mjög vond.
Nú jæja í morgun þegar ég mætti í vinnu angaði verkstæðið mitt af þessum fnyk þannig að ég varð bara að kippa því fram fyrir í röðinni.
Eftir mikla ógleði við að skrúfa tækið í sundur þá loksins fannst lyktarvaldurinn. Reyndist það vera lítil mús sem hafði endað líf sitt greyið með raflosti í trýnið.
Þessari ótrúlegu sögu til sönnunar hef ég birt myndir af þessu á myndasíðu minni.
Guði sé lof að ég var búinn að borða morgunkaffið áður en ég fór í þessa framkvæmd.

Sveinn El. Loftnets.........Óglatt!!!!!!

Sauður saxaður í spaðEyddi ég gærkvöldinu í að saxa hálfan sauð í spað svo ég og kona mín getum notið gúlashrétta eins og stroganoffs. BANNAÐ INNAN FINNUR.TK en hann er einmitt grænmetisæta.

Sveinn El Loftnets....... Kjötiðnaðarmaður

28.10.04

Hugsandi menn

www.gagnauga.net

25.10.04

BINGO á Skjá EinumNú hefur hafist þáttaröðin BINGO á Skjá Einum með Villa Naglbít í farabroddi. Hélt ég að þarna væri á ferðinni hundleiðinlegir þættir sambland af Bingo Lotto og Landsins Snjallasti... En vitið menn og sei sei nei. Villi Naglbítur hefur svo sannarlega ekki skotið sig í fótinn. Þetta er ein mesta snilld sem ég hef séð. BINGO spjöldin eru ókeypis og prentast út af www.s1.is. En það er ekki mesta snilldin af öllu. Nei Nei það eru vinningarnir. Hver vill ekki vinna kassa af ORA Grænum Baunum eða 45 kg sekk af hveiti í sambland við 10 Quarashi diska og 5 bíómiða. Einnig getur maður komið í þáttinn og beðið um hvaða hlut sem er gegn því að mynd af hlutnum verði húðflúraður á þig sem er snilld.
Ég bíð spenntur eftir næsta Sunnudegi

Sveinn El. Loftnets........ Vinabær hvað!!!

Norðlenskir ökuníðingar!!!!


Skilti sem hanga víða á Akureyri

Ég fer að verða langþreyttur á Norðlenskum ökuníðingum.
Kl. er 8:02 og ég er að verða of seinn í vinnu. Það þunnt snjólag yfir götunum. Og enginn keyrir hraðar en 20kmh. Samt eru allir að verða of seinir í vinnu. Það er bara greinilega öllum sama þó þeir verði of seinir.
En ég er orðinn BRJÁLAÐUR á þessu. Þeir keyra hægt þegar allt er autt svo þegar vottur af hálku kemur lækka þeir hraðann þrefalt. Ég vil því biðja alla Akureyringa sem eru Kjellingar og Hommar og ráða illa við bílinn sinn og er sama þó þeir mæti of seint í vinnuna, að leggja bara af stað klukkan 8:30 svo ég komist í vinnuna á nokkurn vegin réttum tíma, ykkur er hvort eð er sama þó þið séuð of sein.

Sveinn El Loftnets. ............Úrillur!!!

22.10.04

Lausn á peningavandamálum bíleigenda!!Var að nörrasat á netinu í gær og rakst á áhugaverða tilraun sem maður einn gerði á bíl sínum til að lækka bensínkostnað. Hann fór í það að blanda vetni við bensíngufurnar í blöndungnum. Ekki nóg með það, vetnið sem hann notaði var framleitt í bílnum um leið og hann ók.
En allvega skoðið þetta ef þið eruð nördar með áhuga á vetni sem framtíðareldsneyti eins og ég.

Sveinn El. Loftnets.....Vísindamaður!!

19.10.04

Forsetabíllinn ekki til sölu!!


Nú er snjór og hríðarblíða hér á Akureyri, á götunum er hálka og ófærð.
Ekki séns að ég selji fjórhjóladrifna forsetabílinn.
Gleymið því!!

Sveinn EL. Loftnets......
Hæstánægður með fjórhjóladrifna forsetabílinn!!

15.10.04

Frumburður Guðmundar Tómasar og Ingunnar


Þann 13.okt kl 00:27 kom frumburður Guðmundar Tómasar og Ingunnar í heiminn. Reyndist það vera myndarstúlka, 15 merkur og 50 cm. Vil ég og Soffía óska þeim til hamingju og gangi ykkur allt í haginn.

Sveinn El Loftnets.......Hamingjusamur!!!

Svar Kristins H. Gunnarssonar við inngöngu í Sjálfsstæðisskoðannaflokkinn


Eins og allir menn með viti vita, þá sendi ég Kristni H. Gunnarssyni boð um inngöngu í Sjálfsstæðisskoðannaflokkinn og birti ég boð mitt svar hans hér og nú.

Þann 6. október sendi ég Kristni þessa línu.

Sæll Kristinn
Sem ég er stofnandi Sjáfstæðisskoðannaflokksins hef ég ákveðið að bjóða þig velkominn í flokk okkar þar sem þú hefur ekki fullt frelsi innan þíns flokks til að hafa sjálfsstæða skoðun.
Skráning er hafin á heimasíðu flokksins. HTTP://WWW.SJALFSSTAEDISSKODANNAFLOKKURINN.TK
Með von um þáttöku
Sveinn Elmar Magnússon
Drekagil 21
603 Akureyri
www.sveinnel.tk


Þann 11. október svarar Kristinn svona.

Sæll húmoristi.

Það er ein leið að gera grín að þeim sem finnst að þeir geti takmarkað frelsi annarra til skoðana.

kær kveðja
Kristinn

Sveinn El Loftnets. ......Í sambandi við Alþingismenn!!!!

6.10.04

Stofnun Sjálfstæðisskoðannaflokksins


Stökkbreyting í stjórnmálum
x-X


Ég hef tekið þá ákvörðun að stofna Stjórnmálaflokk sem byggist upp á að menn hafi sjálfstæðar skoðannir og þær séu virtar innan flokksins sem utan. Engu máli skiptir hvar flokksmeðlimur er staddur pólitískt, vinstri hægri miðju eða hvar sem er.

Helstu stefnumál.
Engin sérstök stefna heldur aðeins þær skoðanir sem flokksmaður hefur á hverjum tíma í hverju máli.

Formaður og stjórn skal lýðræðislega kosinn en á engann hátt munu skoðanir þeirra vera skoðanir annara flokksmann nema þeir séu þeim sammála einnig þurfa skoðanir stjórnar ekki að vera þær sömu og formanns eða flokksmanna.

Markmið.
Koma eins mörgum þingmönnum á þing eins og mögulegt er og hrista aðeins upp í þingheimi.
Rökræða á fundum flokksins.

Þeir sem hafa áhuga að starfa í þessum flokki eru vinsamlega beðnir að skrá sig hér fyrir neðan eða með því að senda mér póst á loftnets@sveinnel.tk merktan Sjálfstðisskoðannaflokkurinn

Sveinn El. Loftnets ........Pólitíkus???

4.10.04

Svik?Voru þetta svik?

3.10.04

Ljóð!

Vegna mikils þrýstings frá Stálmústashinu hef ég ákveðið að kveða eitt ljóð sem er eftirfarandi..

Fjandinn fer að sýna sig
fljótlega upp úr þessu
Skattans stuð ég fæ í mig
sem lemur mig í klessu.

Sveinn El. Loftnets......Kvæðamaður