27.7.05

Þjóðhátíð
Mér finnst rigningin góð....
Sjáumst í rigningunni.

23.7.05

Hraunsvatn í Öxnadal


Jæja þá var það enn ein veiðiferðin og nú var farið í Hraunsvatn í Öxnadal og með í för voru Matti og Valgeir. Þetta vatn er krökkt af silungi þó aðalega murtum en við náðum einum 6 sæmilegum.
Matti tók þann stærsta 3 punda bleykju en ég náði öllum hinum ætu fiskunum 5 sá stærsti 1,5 pund og minnsti hálft pund.
En allavega hér eru myndir úr þessum erfiða veiði/göngutúr.

20.7.05

Mótmæli gegn mótmælum


Ég vil nota tækifærið í 100 færslu minni hér og mótmæla mótmælendum við Kárahnjúkavirkjun.
Legg ég til að sem flestir mótmælendur mótmælenda þyrpist nú upp við Kárahnjúka og slái upp tjaldbúðum við hliðina á tjaldbúðum mótmælenda og mótmæli mótmælendum.
Mæli ég með því að mótmælendur mótmælendanna hlekkji sig við mótmælendur og jafnvel loki mótmælendur inni í tjöldum sínum.
Einnig mæli ég með því að mótmælendur mótmælenda máli yfir skilti mótmælenda áráður fyrir Kárahnjúkasvæðinu og jafnvel máli tjöld þeirra með áróðri með Kárahnjúkavirkjun.

Gerum eitthvað skemmtilegt um verslunarmannahelgina.
Útihátíðin "Mótmælum Mótmælendum 2005" við Kárahnjúkavirkjun.
Frábær fjölskylduhátíð fyrir alla fjölskylduna.

Sveinn El. Loftnets .....Vér Mótmæli allur!

16.7.05

Veiðiferð með MattaVið vinnufélagarnir ég og Matti skruppum í veiðiferð í kvöld. Í fyrrihluta túrsins veiddi Matti 4,5 punda kvikindi sem tók 20 mínútur að landa og ég væskilslegan eins punda ræfil sem tók 1 mínútu að landa.
Hins vegar í seinni hluta veiðinnar krækti ég í 5 punda kvikindi sem tók 25 mínútur að landa og 1,5 pund væskil sem var reyndar þrælsprækur og tók 10 mínútur að landa.

Staðan eftir 8 tíma veiðiskap...

Sveinn El Loftnets 3 Urriðar samanlagt 7,5 pund.
Matthías sjómaður 1 Urriði samanlagt 4,5 pund.

RÚST!!!!

Hér má nálgast myndir af aflanum og aflaklónum.
Hér má svo sjá sjódurgin Matthías gera að sínu kvikindi.

Þess má geta að þetta er stærsti fiskur sem ég hef veitt á stöng.

Sveinn El. Loftnets .....Fiskast vel hjá þér????

13.7.05

Ég er John F. Kennedy

Samkvæmt prófi sem finnur.tk vísar á í vefriti sínu kemur í ljós að ég er...

7.7.05

Veiðihornið - Sjóstangveiði


Ég og Matti vinnu/veiðifélagi skruppum í bátsferð út á Pollinn með sjóstangirnar og veiddum þessar dýrindis undirmálsýsur auk tíu annara enn minni ýsna sem fengu frelsi.

Sveinn El Sjóstöngs .....í góðu stuði á allt of litlum árabát

2.7.05

Sjóbirtingur eða Lax?


Þetta er afrakstur veiðitúrs kvöldsins.
Er þessi mynd af sjóbirtingi eða smálaxi?
Ef þetta er lax þá gróf ég hann í fjörunni.
Ef þetta er sjóbirtingur þá er hann í frystikistunni.

Sveinn El Laxness ....Veiðimaður