31.1.07

Bæ bæ Akureyri


Undirritaður á góðri stund við sjóbleikjuveiðar í Eyjafirði

Þrátt fyrir biturleika minn út í Akureyri undanfarin ár er ekki laust við að ég sakni hennar Akureyrar örlítið. Bíttá Helvítið Þitt var stofnað hér af okkur Matta vini mínum og hef ég grun um að veiðiferðirnar verði færri á komandi sumri nema einhver verði eins manískur og hann í að draga mig í veiðitúra.

Með bros í hjarta og piss í pung kveð ég þig kæra Frú Akureyri.

21.1.07

Slafr.


Fór í hagkaup klukkan 15:43 í dag, svangur, mæli ekkert sérstaklega með því. Rann á lykt af nýsteiktum kjúklingi út í horni. Greip eina pútu og dágóðan slatta af djúpsteiktum kartöflustrimlum auk kokteilsósu, tvær fernur af Biomjólk, eina jarðarberja og hina með perum og eplum. Fór heim. Slafraði í mig hálfum kjúklingi hálfum kokteilsósudalli auk nokkkurra djúpsteiktra kartöflustrimla. Gekk saddur til rúms og horfði á Íslenska landsliðið grúttapa. Slafraði svo í mig restinni af súkkulaðikaramellukexinu mínu sem ég keypti deginum áður ásamt mjólkurglasi. Dagurinn verður svo fullkomnaður með Catankvöldi hjá Landmanninum og spúsu hans

8.1.07

Nýtt húsnæði


Já þið heyrðuð rétt. Sveinn El. Loftnets er að missa eftirnafnið og flytja til Reykjavíkur. Hann hefur fest kaup á þessari afar fínu íbúð þar sem hann mun dvelja í frá og með 1. Febrúar. Einnig hefur hann skipt um vinnu og mun nýja vinnan sennilega ekki hafa loftnetsuppsetningar í boði og því allt eins víst að Undirritaður missi ættarnafnið.
Allar peningagjafir eru vel þegnar því dýrt er að kaupa sér húsnæði í henni Reykjavík og leggist inn á reikning: 305-26-1203. kennitalan er 120378-3689.