31.1.07

Bæ bæ Akureyri


Undirritaður á góðri stund við sjóbleikjuveiðar í Eyjafirði

Þrátt fyrir biturleika minn út í Akureyri undanfarin ár er ekki laust við að ég sakni hennar Akureyrar örlítið. Bíttá Helvítið Þitt var stofnað hér af okkur Matta vini mínum og hef ég grun um að veiðiferðirnar verði færri á komandi sumri nema einhver verði eins manískur og hann í að draga mig í veiðitúra.

Með bros í hjarta og piss í pung kveð ég þig kæra Frú Akureyri.