Vandræði landhelgisgæslunnar

Nú þegar þörf er á þyrlum landhelgisgæslunar eru þær bilaðar enn eitt skiptið og ekki til fé til að halda þeim við. Samkvæmt frétt RÚV vantar 7 milljarða til að gera gæsluna góða. Ég fór að glugga í fjárlögin til að vita hvar mætti skera niður.
Listamannalaun: 293,2 milljónir og Heiðurslaun listamanna: 43,2 milljónir. samtals 336,4
Þeim má alveg sleppa ef menn geta ekki selt list sína sjálfir ætla ég ekki að nota skatttekjur mínar í að halda þessum spírum uppi. Þeim er ekkert of gott að vinna eins og aðrir.
Listasafn Íslands: 129,4 milljónir
Sjá skýringu við listamannalaun.
Íslenski dansflokkurinn: 93,5 milljónir:
aftur sama skýring.
Þjóðleikhúsið: 543 milljónir
og enn og aftur sama skýring.
Listasjóðir: 293,2 milljónir
og aftur
Listaháskóli Íslands: 506,7 milljónir
Til hvers? Hann getur bara verið einkarekin.
Jafnréttisstofa: 38,8 milljónir.
Það er jafnrétti á íslandi hægt að leggja hana niður núna.
Umferðastofa: 413 milljónir
Einn kall í útvarpinu. Löggan getur sinnt því.
LÍ.N: 4.477 milljónir
Við höfum banka sem geta lánað peninga. Auk þess sem LÍN er stíf stofnun sem vonlaust er að eiga við.
Sinfóníuhljómsveit Íslands: 296,4 milljónir
Ef Björgúlfur vill hafa hana á hann nógan afgang af hagnaði Landsbankans til að reka hana.
Samtals sparnaður upp á 7127,4 milljónir sem dugar gæslunni.
Hugsið ykkur að þennan óþarfa gat leikmaður týnt út úr fjárlögum ríkisins 2006 á 40 mínútum. Eflaust er mikið af fleiri óþarfa útgjöldum en ég hafði það að leiðarljósi að ná inn 7 milljörðum.