Hinn alþjóðlegi vopnahlésdagur er í dag
Í gærkvöldi sá ég merkilega kvikmynd, Peace One Day á BBC Four um mann nokkurn Jeremy Gilley og fyrirbæri sem hann fékk samþykkt hjá Sameinuðu Þjóðunum. Einn dag á ári þar sem allir jarðarbúar skildu virðhafa vopnahlé og sá dagur er einmitt í dag 21. September. Þessi mynd var stórmögnuð og mæli ég með því að fólk reyni að verða sér út um eintak af henni og horfi á hana. Allir hafa gott af því.
Virðum hinn alþjóðlega friðardag og verum góð við hvort annað í dag.
Hér má nálgast Trailerinn
Hér er hægt að kaupa myndina
Sveinn El. Loftnets.......Friðsamur!!!