Utanbæjarmenn valda usla á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hefur í nógu að snúast þessa daganna vegna usla utanbæjarmanna
Talsvert hefur verið um usla á Akureyri að undanförnu. Lögreglan þar í bæ telur þá er ollu uslanum vera utanbæjarmenn en mikil aukning hefur verið á usla eftir að utanbæjarmenn hófu að sækja Háskólann á Akureyri. Sýslumaður telur að eina lausnin á þessu vandamáli sé að meina utanbæjarmönnum inngöngu í bæinn friðsama og setja upp landamæravörslu á bæjarmörkin en til þess þurfi auðvitað aukna fjárveitingu frá ríkinu en því er einmitt stjórnað af utanbæjarmönnum og því telur Sýslumaður erfitt þar um vik.