24.10.05

Konur og Kommúnismi


Eftir að hafa horft á fréttirnar í kvöld af kvennafrídeginum hef ég dregið eftirfarandi ályktun.

Konur eru kommúnistar.

Þetta rökstyð ég með því að vitna í eina konuna er viðtal var tekið við.
"Konur og Karlar eiga að hafa sömu laun"
Gott og vel. En ef allar konur hafa sömu laun og allir karlar, þá hafa allir sömu laun. Er þá næsta mál á dagskrá að rífa öll hús og byggja öll hús eins svo öfund komi ekki upp á milli fjölskyldna. Auðvitað má ganga ennlengra og hafa öll húsgögn eins og svo framvegis.

Ég vitna hins vegar frjálslega í Gísla Martein í Sjálfstæðu fólki í gær. "Vinstrimenn eru hugsjónamenn sem vilja að allir hafi það jafn gott og hugsa minna um hvernig þeir fara að því. Hægrimenn eru hinsvegar raunsæismenn og láta gott af sér leiða með rökhugsun. Þ.e. til að gera þetta þarf að gera hitt o.s.f.v."

Það ER jafnrétti á Íslandi. Þar til einhver getur sannfært mig um annað.

Konur. Til hamingju með FRÍdaginn.