12.10.05

Einkavæðing Réttarkerfisins.


Allir þeir sem haf lent eitthvað í réttarkerfinu kannast við þann seinagang því fylgir.
Því hef ég fengið þá hugmynd að hreinlega einkavæða réttarkerfið allt frá lögreglu til dómara.
Securitas, Öryggismiðstöð íslands og önnur öryggisfyrirtæki gætu séð um löggæsluna og fengju borgað úr ríkissjóði að hluta til og einhverjar auglýsingatekjur má hafa af því að setja auglýsingar á bílana. Þá getur maður hreinlega keypt sér lögregluvernd ef maður þarfnast þess.
Sýslumannsembættin gætu verið mörg og þá um leið og samkeppni er komin á þá minnkar biðtími eftir afgreiðslu. Sýslumannsembættin fengju inn tekjur frá ríkssjóði í formi fastra styrkja auk hugsanlegra auglýsingatekna með auglýsingum á þinglýsingarskjölum. Svo má alveg hækka afgreiðslugjald aðeins.
Héraðsdómur og hæstiréttur geta verið í fleirtölu. Allir vita hvað það er vel borgað að vera lögmaður. Því ætti rétturinn að geta rukkað inn hluta af málsgjöldum og sá sem er dæmdur borgar. Fangelsin gætu verið frystitogarar eða verksmiðjur þar sem fangar skapa tekjur og vinna inn fyrir leigu og mat auk þess sem þeir geta með því borgað fyrir málsgjöld og miskabætur með vinnu sinni.
Ég held að þetta gæti alveg orðið framtíðin og myndi spara ríkinu mikinn pening auk þess sem þetta myndi flýta fyrir allri afgreiðslu mála þar sem þetta yrði á samkeppnismarkaði.

Sveinn El. Loftnets ....Einkavæddur.