7.9.05

Samræður við Guð


Síðasta mánuðinn hef ég verið að lesa bókina "Samræður við Guð. Þriðja bók" fyrir svefninn. Þessi bók hefur kollvarpað öllu sem manni var kennt um Guð.

Dæmi um kollvörpun.

Þú átt ekki að sjá eftir NEINU sem þú gerir.

Stundaðu eins mikið kynlíf og þú getur því það er það næsta sem þú kemst algleymi í þessu lífi.

Helvíti er ekki til.

Lífið er eins og tölvuleikur allt fyrirfram forritað og hefur því gerst áður. Þú hefur hins vegar fullt frelsi til að fara þá leið sem þú vilt í lokaborðið. Þar að leiðandi er tíminn ekki til, svo í lok lífsins færðu "Viltu Spila Aftur?".

Drullist þið á bókasafnið eða bókabúðina og skoðið þessar bækur.
Snilldar heimspeki

Sveinn El. Loftnets .....Ég er Guð!!