23.1.06

Umhverfismál


Virkjum eins mikið og við getum því vetni er eldsneyti framtíðarinnar. Umhverfisvænt vetni framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og hér á landi er því mikils virði. Við eigum nóg af gufu og vatnsafli. Eina vandamálið við vetni er að það þarf að kæla nálægt alkuli til að koma því í vökvaform en menn eru að vinna að öðrum lausnum til að geyma vetni eins og þessa. Ég get ekki beðið eftir því að keyra um bæinn á mengunarlausum bíl.
Næsta vandamál er ruslið sem við látum frá okkur. Ég var nefnilega svo heppinn að fara upp á löngu fulla sorphauga Eyjafjarðar um daginn. Af hverju tekur ríki og bær sig ekki saman um að hvetja fólk til sorpflokkunar, að lífrænt sorp sé urðað og unnin úr því molta, plast málmar og annað slíkt sé endurunnið og öðru sorpi brennt eins og á Ísafirði. Þar er hitinn frá ofninum nýttur til upphitunar á húsum og einnig mætti nota hann til raforkuframleiðslu.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga