21.12.05

Boð og Bönn


Hvað er þetta með fólk sem vill banna allt.
Banna reykingar.
Banna að selja áfengi í verslunum.
Banna fegurðarsamkeppnir.
Banna iðnað
Banna fóstureyðingar
Banna hitt og banna þetta.
Til hvers? erum við eitthvað betur sett sem þjóð ef allt sem gæti talist hættulegt er bannað. Það er allt hættulegt.
Það er hættulegt að borða kjúkling út af beinum sem gætu staðið í manni svo við minnumst ekki á salmónellu og kamfýlóbaktel.
Það er hættulegt að spila fótbolta. Fólk er alltaf að fótbrotna og einstaka sinnum deyja í fótbolta.
Það er hættulegt að aka bíl mun hættulegra en að reykja meira að segja.
Það er hættulegt að klifra upp á þök og skipta um loftnet en ég geri það á hverjum degi.
Það er hættulegt að vinna á spítala. Þar eru sýkingar og sýktar nálar út um allt.
Það er hættulegt að borða hangikjöt sem er þriggja daga gamalt. Það veit ég.

Afhverju má fólk ekki gera það sem það vill á meðan það er ekki gangandi um rænandi og drepandi?
Ég skil það ekki

Bönnum Ost og Gleðileg Jól