4.3.06

Til andálverssinna


Nýlega komu tveir hagfræðiprófessorar fram á NFS og héld því fram að ef álverframkvæmdir á Húsavík færu af stað þyrfti að fresta framkvæmdum við Tónlistarhús, Sundabraut, hátæknisjúkrahús og fleiri framkvæmdir sem eru á dagskránni. Ástæðan er ofþensla, sem sagt krónan verður of sterk sem er slæmt fyrir útflutningsgreinar.
Ég vinn hjá litlu innflutningsfyrirtæki sem fagnar þessari þenslu því loksins er einhver framlegð af sölu þessara vara og iðnaðarmenn hafa aldrei haft meira að gera og þar að leiðandi aldrei eins mikinn pening milli handana sem leiða af sér að litla innflutningsfyrirtækið er á hraðri uppleið því salan hefur stóraukist.
Hvað er svona slæmt við það? Og þó að lítið tölvuleikjafyrirtæki sem hefur jafnmarga starfsmenn og litla innflutningsfyrirtækið mitt fari úr landi. Þar var smámanninum fórnað fyrir heildina.
Auðvitað kemur þetta líka niður á fiskiðnaðinum en fiskurinn er hvort eð er að vera búinn þannig að þetta verkar sem fiskveiðistjórnun. Svo mættu Íslendingar líka borða meira af fiski.
Því segi ég að álver og framkvæmdir þess vegna eru ekki endilega slæmar fyrir alla.