29.5.06

Kosningar

MIkið er ég ánægður fyrir hönd Reykvíkinga að vera lausir undan ægivaldi Samfylkingarinnar. Vonandi mun þetta gera þetta borgarbúum gott og verða til þess að lóðamál og íbúðaverð komist í lag.

En furðuleg voru úrslitin í mínu kjördæmi sem verða til þess að sami meirihluti héldur. En meirihluti þessi hefur einmitt látið út úr sér að dansleikir séu ómenning og það megi þá bara skutla unglingunum (eins og þeir einu sem vilji bregða sér á dansleik séu unglingar) niður á firði í rútum. Einnig hefur Soffía Lárusdóttir oddviti sjálfstæðismanna látið úr sér að engin ástæða sé til að auka lóðaframboð því þá falli fasteignaverð (þess má geta að lóðaframboð er nálægt núlli). Framsóknarmenn komu með tillögu fyrir kosningar á bæjarstjórnarfundi þess efnis að nýta hús Húsasmiðjunnar til dansleikja og bíóhúss en það var fellt af meirihlutanum. Heldur vildi meirihlutinn kaupa gamla sláturhúsið sem er í niðurnýslu á uppsprengdu verði. Ég óska samt framsóknarmönnum til hamingju með árangurinn þó ég hefði kosið að L eða D listi hefðu misst fleiri menn.