29.10.04

Mús í Sharp UX-510 Faxtæki



Já líf rafeindavirkjans er fullt af óvæntum uppákomum.
Strákarnir hjá ónefndu trésmíðaverkstæði hér í bæ höfðu tekið eftir miklum óþef upp úr forlátu faxtæki sem var á skrifstofu þeirra. Faxtækið var að öðru laeiti í góðu lagi en ákváðu þeir að kíkja með það á verkstæðið mitt í Radíónaust til að athuga hvort ekki væri hægt að finna út úr þessari lykt sem var vægast sagt mjög vond.
Nú jæja í morgun þegar ég mætti í vinnu angaði verkstæðið mitt af þessum fnyk þannig að ég varð bara að kippa því fram fyrir í röðinni.
Eftir mikla ógleði við að skrúfa tækið í sundur þá loksins fannst lyktarvaldurinn. Reyndist það vera lítil mús sem hafði endað líf sitt greyið með raflosti í trýnið.
Þessari ótrúlegu sögu til sönnunar hef ég birt myndir af þessu á myndasíðu minni.
Guði sé lof að ég var búinn að borða morgunkaffið áður en ég fór í þessa framkvæmd.

Sveinn El. Loftnets.........Óglatt!!!!!!