29.11.04

Er virkilega allt að fara til fjandans?


Nú spyr ég sem maður sem er ekki pólitískt bundin neinum stjórnmálaflokki. Ég hef oft látið draga mig með í múgæsing gegn ríkisstjórn vorri, en ef maður yfirgefur bóluna og horfir á þetta algerlega utan frá, þá fer maður nú að spá hvort það hafi einhverntíma verið betra að búa á Íslandi. Ég man ekki eftir því.

Laun hafa aldrei verið hærri.
Austurland er að rísa úr volæðinu.
Aldrei verið auðveldara að fá lánað fyrir íbúð eða bíl.
Maður þarf enga ábyrgðamenn á himinháúm lánum.
Miklir möguleikar á allskonar góðri menntun fyrir lítið fé.
Raftæki hafa aldrei verið ódýrari.
Allskonar framandi matur fæst í búðum.
Og margt margt fleira.

Því spyr ég.
Er virkilega svo slæmt að búa hér?
Og hvenær hefur það verið betra?

Sveinn El. Loftnets........Fékk vitrun!!!