Rokktónleikar á Akureyri!!!
Loksins voru almennilegir Rokktónleikar á Akureyri og auðvitað skellti kallinn sér á þá enda á gestalista + 1. Þá var nátturúlega bara að taka Soffíu með.
Það var hann Óli Pétur Tröllabarn æskuvinur minn og gítarleikari í Solid i.v sem var svo indæll að skella mér á gestalistann.
Solid i.v voru fyrstir á svið nautþéttir og flottir nema hljóðmaðurinn Trausti í Tónabúinni klúðraði gigginu fyrir þeim því voða lítið annað en söngur og snerill heyrðist. Og fær Trausti í Tónabúðinni 100.000. rokkrefsistigstig fyrir það.
Næstir komu Jan Mayen sem ég hef hingað til ekkert verið alltof hrifinn af. En þeir komu skemmtilega á óvart með frábærri sviðsframkomu og þéttri spilamennsku. Eitt af þeim böndum sem eru greinilega betri á sviði en á plötu.
Síðastir voru Mínus sem að vanda stóðu sig vel. Krummi og Þröstur hafa greinilega gengið í Rokkskóla Jóns Péturs og Köru. Ekkert meira um Mínus að segja nema bara keep up the good work.
Sveinn El. Loftnets....... ROCK 'N ROLL!!!!!!!!