12.11.04

Föstudagsumræðan - Kvótakerfið



Eftir miklar rökræður á kaffistofunni í morgun um kvótakerfið okkar í sjávarútvegi og fréttir um væl manna á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði um lélegt atvinnuástand þá vil ég leggja fram eftirfarandi spurningu með von um vel rökstudd svör.

Hvað er svona slæmt við kvótakerfið og að fiskveiðar og vinnsla færist á fáar stórar hendur?

Persónulega er ég á því að stærri eining sé sé arðsamari og skili meiri tekjum og loksins sé sjávarútvegur farinn að skila arði ekki bara tapi sem ríkið borgar upp. Mín skoðun er að nákvæmlega sama þurfi að gerast í sveitum landsins. Bændur þurfa að vera færri og með stærri bú og eigin sláturhús. Ríkið á einnig að hætta styrkjum sínum til bænda með tímanum en í lagi væri að ríkið myndi veita styrki til að byggja upp þessi stórbú eins og álversframkvæmdir. Að því loknu þurfa búin að reka sig sjálf eins og hvert annað fyrirtæki í þessu landi.

Ókosturinn er hins vegar stór skip með stórar botnvörpur sem eyðileggja hafsbotninn og þar með talið lífsviðurværi fisksins. Einnig fækkun fólks í ákveðnum sjávarþorpum (ef hægt er að flokka það sem ókost).

Með von um viðbrögð. Hvort sem það er sammála eða ósammála eða eitthvað allt annað.
Ekki vera aumingi!!!!
komdu með skoðun!!!

Sveinn El. Loftnets......Markaðsfræðingur!!!