25.2.05

Til vinstrisinnaðra sem og annara siðapostula.


Þó nokkuð hefur verið rætt um að ríkisvaldið og löggjafinn banni reykingar á öllum kaffihúsum og börum vegna þess hvað óbeinar reykingar eru óhollar.
Þessu er ég ósammála og finnst það ekki hæfa að ríkið banni reykingar á þessum stöðum. Og nú skal ég segja ykkur hvers vegna.
Þegar fólk fer út á kaffihús eða bar finnst því oftar en ekki hæfa að taka upp tóbakskorn með kaffibollanum eða bjórglasinu, kveikja í því og sjúga ljúfan reykinn ofan í lungun og finna nikótínnautnia streyma um líkamann.
Ég fór einmitt á eitt kaffihús/bar í gær á tónleika með hinum kyngimögnuðu Hvanndalsbræðrum. Þegar líða tók á tónleikana veitti ég því athygli að engin lykt af tóbaksreyk var í húsinu og þó var húsið fullt af fólki með bæði bjór og kaffi um hönd.
Þessi knæpa er nefnilega reyklaus staður.
Nú kem ég að kjarna málsins. Ef lítil knæpa undir nafninu Græni Hatturinn getur gengið reyklaus. Því ættu stærri knæpur í Reykjavík ekki að geta það?
Nú fer kannski einhver að halda að ég hafi skipt um skoðun um reykingabann á knæpum sem þessum.
Ó sei sei nei. Þetta sýnir mér einfaldlega að bareigendur geti ráðið hvort knæpan sé reyklaus eður ei. Því ætti faðir vor, ríkisvaldið að ráð því?
Þannig getur fólk sem vill reykja inn á skemmtistöðum valið sér knæpu sem leyfir reykingar og þeir sem þola ekki lykt af tóbaksreyk farið inn á reyklausa bari eins og Græna Hattinn.

P.S. það er 1 1/2 ár síðan undirritaður hætti að reykja.

Sveinn El. Loftnets.....Reyklaus!!