26.1.05

Hver er ástæða taps Íslands gegn Slóvakíu


Loksins eftir að ég var orðinn rólegur í morgun eftir að hafa brotið fjarstýringuna í lok leiksins í gær. Þá kemur viðtal við Viggó Sigurðsson þjálfara íslenska landsliðsins í handknatleik.
Í þessu viðtali kennir hann argentínsku dómurunum um tap Íslands gegn Slóvakíu.
Ég segi: "Viggó minn. Þetta er þér að kenna og engum öðrum. Ekki tókstu leikhlé þegar 2 mínútur voru eftir og ekkert gekk upp. Ekki sástu að vörnin var ekki að ganga upp og breyttir um varnartaktík. Vörn er besta sóknin, og þetta áttu að vita. Dómararnir dæmdu vel í gær og þú sem fagmaður veist það.
Horfðu í egin barm og mundu þessi orð.
Árinni kennir illur ræðari."

Með von um endurbætur

Sveinn El. Loftnets