17.12.04

Föstudagsumræðan - Einkavæðing Heilbrigðiskerfisins


Enn og aftur eru það föstudagsumræður á kaffistofu Radíónausts. Að þessu sinni var þó nokkuð talað um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Voru ýmsar skoðanir uppi um þetta mál en flestir og þar á meðal undirritaður voru sammála um að heimilislæknar ættu að fá að starfa sjálfstætt rétt eins og tannlæknar. Myndi það draga umtalsvert úr kostnaði ríkisins til heilbrigðiskerfisins auk þess að hugsanlega myndi fólk hugsa sig tvisvar um að fara til læknis út af einhverju kjaftæði eins og smá kvefi og öðru. Auðvitað þyrfti Tryggingastofnun að koma sjúklingum til hjálpar sem mikið þyrftu á þjónustu heimilislækna að halda svipað og gert er með tannlæknaþjónustu.
Þó kom upp ein skoðun um að leggja ætti niður heimilislækna því þeir vissu ekkert en þá þyrfti nú að fjölga sérfræðingum umtalsvert og það gengi seint held ég.
En allvega stend ég staðfastur á þeirri skoðun að heimilislæknar mættu starfa sjálfstætt eins og tannlæknar þar til einhver getur sannfært mig um annað.

Sveinn El. Loftnets..... Einkavæddur.