8.12.04

Lausn á orkuvanda heimilanna.


Smellið á myndina til að sjá stærri mynd

Hver kannast ekki við það vandamál sem rafmagnsreikningurinn er. Oft er hann of hár. En nú hefur Sveinn El. Loftnets EHF fundið lausn á þessu hvimleiða vandamáli.
Hver man eftir því að hafa nokkurn tíma fengið reikning fyrir kalda vatninu? Ekki man ég eftir því.
Lausnin er einfaldlega að virkja kalda vatnið.
Múraðu fyrir sturtuklefann þinn og notaðu hann sem vatnsgeymi. Neðst skaltu koma fyrir röri út úr geyminum, helst ekki grennra en 2" því við viljum geta gefið nægt afl þegar orkuþörfin er í hápunkti. Á endann á þessu röri skal svo setja álagstýrðan vatnsloka (þeagar orku þörfin er lítil eða engin safnast þá vatn upp í geyminum). Eftir lokann kemur svo vatnstúrbína með áföstum rafal.
Kerfið er algjörlega sjálfvirkt en um leið einfalt og ódýrt í uppsetningu.
Varðandi böð. Þá er einfaldlega hægt að fara í sund eða príla upp á geyminn og fara í ískallt bað.

Sveinn El Loftnets......Verkfræðingur fátæka fólksins!!