23.1.05

Ísland 34 - Tékkland 34



Já þeir drulluðust til að jafna rétt í blálokin. En heilt yfir var þetta ömurlegur leikur hjá þeim þó allir séu voða hamingjusamir yfir því að þeir hafi náð að vinna upp 9 marka mun.
En það sem vantar í þetta Íslenska landslið er einfaldlega líkamsstyrkur. Það sást alveg greinilega að Tékkarnir rúlluðu þeim upp eins og kökudegi.
Íslenska landsliðið í handbolta er sem sagt með brauðvöðva af of miklu Cocoa Puffs áti.
Ég er nefnilega með kenningu. Megnið af liðinu er af Cocoa Puffs kynslóðinni og eru þess vegna aumingjar.
Lausnin er einföld.
Lýsi og hafragrautur í morgunmat.
Sjáið bara Sigga Sveins sem var dæmi um leikmann ekki af Cocoa Puffs kynslóðinni. Hann fékk Lýsi með morgunmatnum.

Sveinn El Loftnets....Tekur Lýsi á hverjum morgni!!!