Bíræfnir Innbrotsþjófar á ferð um Akureyri
Engin Rúða
Glerbrot
Brotið plast fyrir öryggisbeltum
Fleiri glerbrot
Vopnið
Eftir viðgerð
Mér brá heldur en ekki í brún þegar Lögreglan hringdi klukkan 6 í morgun og tilkynnti að brotist hefði verið inn í bíl minn þar sem hann stóð við skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri. Bauðst Lögreglan til að sækja mig sem hún og gerði.
Þegar við vorum langt komnir í átt að bílnum mínum er tilkynnt í talstöðinni að innbrot sé í gangi í litla búð ekki langt frá Sjallanum. Var lögreglubíllinn þá botnstaðinn yfir á rauðum ljósum í átt að innbrotsstaðnum. Þegar þar var komið stóðu þar tveir lögreglumenn með tvo litla gutta (ca. 16-17 ára) og voru að járna þá.
Var ég þá skilinn eftir með einum lögreglumanni á meðan hinir fóru og skutluðu guttunum í steininn. Gekk ég því í lögreglufylgd að sjallanum og sá þá að búið var að brjóta vinstri afturhliðarrúðu í bílnum. Bíllinn var þó enn harðlæstur en engin bjórkippa í aftursæti bílsins.
Höfðu þessir guttar (sennilega þeir sömu og ég sá handtekna) þá aðeins stolið einni bjórkippu úr bílnum en látið öll önnur verðmæti í friði.
Guði sé lof fyrir að Ísland á aðeins heimska glæpamenn.
Sveinn El Loftnets.......góðkunningi lögreglunnar!!!!