13.4.05

Enn nýtt frá El. Loftnets Inventions


Hverjum finnst gaman að fá ruslpóst? Auglýsingapóst, Fréttablaðið og fleira.
Enn og aftur hafa verkfræðingar El. Loftnets Inventions fundið lausn á þessu hvimleiða vandamáli.
Lausnin var að breyta ruslpóstinum í salernispappír og spara þannig einhverja aura um leið.
El Loftnets Invetions hafa því smíðað frumgerð vélar sem breytir ruslpósti í salernispappír á umhverfisvænana hátt. Ruslpóstinn setur þú ofan í kvörnina sem tætir pappírinn. pappírstætingurinn blandast svo vatni og verður að eins konar pappamassa sem er svo flattur út í hæfilega stærð og þykkt. Að lokum er svo pappamassinn þurrkaður og vafinn í rúllur sem svo ganga út um framhlið endurvinnarans og bíða notkunnar.

Sveinn El. Loftnets ......Salernistækjauppfinningamaður