6.4.05

Nýtt frá El. Loftnets Inventions

Hvaða karlmaður kannast ekki við að konan hans brjálist þegar gleymist að setja salernissetuna niður.
El Loftnets Inventions hefur fundið lausn á þessu stundarbrjálæði konunnar án þess að þurfa að leggja á sig að muna að setja setuna niður. Lausnin er einföld. Tæki sem komið er fyrir ofan á vatnskassa salernisins og lokar setunni að loknu þvag eða hægðaláti.


Eins og sjá má er tækið einstaklega lítið og fyrirferðalítið auk þess sem það er fallega hannað og sómir sér vel við hvaða salerni sem er.


Þarna sést tækið í raunstærð

Tækið hefur rafeindastýrðan arm sem smellir setunni niður 30 sekúndum eftir að salernisnotandi hefur lokið notkun sinni á salerninu. Rafeindaauga í tækinu nemur hvort maður standi fyrir framan eða sitji á salerninu. 30 sekúndum eftir að notandi fer frá salerninu þrýstir niðursetningsarmurinn setunni niður og salernið lokast.
Myndrænar skýringar eru hér fyrir ofan. Nánari teikningar af uppfinningunni verða ekki settar á veraldarvefinn af ótta við ákafa iðnaðarnjósnara frá Gustavsberg, Arabia, Philip Stark og IFÖ.

Sveinn El. Loftnets .....Konan mín fer aldrei í vont skap aftur.