25.4.05

Hafliði B. Magnússon fórnar sér fyrir tóbaksdós


Hafliði liggur í valnum og stúlkan hefur ánetjast neftóbaki í gegnum húð.

Á dansleik Svartra Fata þann16. Apríl 2005 í Sjallanum Akureyri fórnaði Hafliði B. Magnússon fyrir neftóbaksdós.
Atburðurinn átti sér stað þegar umtalaður var að fá sér í vörina úr umtalaðri tóbaksdós. Á þeirri stundu var Hafliða hrint með þeim afleiðingum að hann hrundi í gólfið. En eins og myndin sýnir þá náði hann að halda megninu af neftóbakinu í dósinni þó hann kútveltist um gólfið. Stóð Hafliði Magnússon svo upp og fékk sér í vörina með bros á vör auk tóbaks í vör.

Sveinn EL Loftnets....með mikilvægustu fréttirnar.