19.4.05

Sögur að handan!


El. Loftnets skellti sér á miðilsfund í kvöld með sinni heittelskuðu og Kristjáni Björnssyni. Og ekki bara miðilsfund heldur transmiðilsfund.
Transistorinn heitir Guðmundur og er frá Dalvík. Var öllum troðið í einn hnapp umhverfið aumingja miðilinn og svo var það blessað Faðirvorið. Einni mínútu síðar kom maður í líkama Guðmundar sem sagðist heita Hjörleifur frá Skagafirði og hafi dáið úr krabbameini 1992.
Svo fór hann að babbla um lífið yfirum að handan. Þar er ekki beint helvíti og ekki beint himnaríki heldur í raun bara annað jarðlíf þar sem menn starfa við ýmislegt og sofa í rúmum inni í húsum. Þar geta menn farið á fyllerý og heimsótt ættingja sína og vini dauða sem lifandi. eftir tvo klukkutíma kvaddi svo Hjörleifur Skagfirðingur og inn kom margra alda franskur munkur og kvaddi okkur. Næst var einhver bæn og svo kom Gummi Transistor aftur. En engin kom sönnunin um að hann væri í raun ekki að leika. 300 kall inn x 50 manns = 15000 kall fyrir tvo tíma 7500 kall á tímann ekki slæmt tímakaup það. Skyldi hann borga skatt af þessu???

Sveinn El Loftnets.....Andlegur!!!