10.5.05

Nýtt frá SveinBirni

SveinBjörn - DEEP BEEP

Umhverfið okkar
óhreinir sokkar
ýmislegt í lagi
og sitt að hvoru tagi
stífla í vaski
veldur jarðraski
dósir í poka
og muna svo að loka

ruslið skal flokka
og líka muna að skokka
heldur skal skúra
en sleppa svo að lúra
fara í sorpu
sem er rétt hjá korpu
ruslakalli gefa
allt sem stendur fram úr hnefa

Kárahnjúka stoppa
láta barnið kúka í koppa
ofan og neðan
og þegiðu á meðan
vistvænt skal urða
það er engin furða
vetni skal brenna
með vistvænum penna

álsmiðjur stöðva
kíkja í höfða
bíða eftir strætó
hún er svoldið sæt jó
mengunarbensín
hráolíuensím
gott er að borða
hvað ert þú að horfa

Deep Beep vill fá umhverfisvernd já!
Deep Beep hefur siðferðiskennd
Deep Beep vill allt endurvinna
Deep Beep er með nál og tvinna

grænmetisfæði
þykir nú æði
gott er að syngja
brauði að kyngja
lopabrók að klæðast
barn er að fæðast
lesa skal kvæði
bölvað þingræði

sykur er sætur
arfi er ætur
fernum skal skila
er tækið að bila
andlega sviðið
árið er liðið
ganga á fjöllin
hvar eru tröllin

Deep Beep vill fá umhverfisvernd já!
Deep Beep hefur siðferðiskennd
Deep Beep vill allt endurvinna
Deep Beep er með nál og tvinna

Rautt kjöt er óhollt
grænmeti er mjög hollt
sjónvarpið skemmir
reikningur stemmir
kapitalisti
áfram kommúnisti
linsubaunasúpa
engin helvítis rjúpa

ekki drepa dýrin
settu í rétta gírinn
inflúensusprauta
setur allt í grauta
heilbrigðiskerfið
sýkla þið erfið
peninga gefið
og passið þið slefið

Deep Beep vill fá umhverfisvernd já!
Deep Beep hefur siðferðiskennd
Deep Beep vill allt endurvinna
Deep Beep er með nál og tvinna

farðu á prikið
hristu af þér spikið
ekki fara á gaukinn
hristu piparstaukinn
farðu í jóga
ég er ekki að djóka
heimsendir nálgast
tréspýtan tálgast

nálgast endalokin
vertu frekar hokin
bandaríkin
komið upp um svikin
jörðin er farin
förum á barinn
mykja er málið
einkavæðing á bálið


Þá er það spurningin.. Er þetta Rokk.is???