1.6.05

15 áhrifamestu plöturnar

Ég hef ákveðið að gera næstum eins og sumir aðrir og setja hér lista yfir þær 15 plöturnar sem höfðu hvað mest áhrif á mig. Ég set þær upp í áhrifaröð það er hver hafði áhrif á mig fyrst og svo koll af kolli.

Queen - News of The World - Sheer Heart Attack
Ég og Danni Friðjóns hlustuðum mikið á þessa plötu hans Friðjóns pabba Danna og þá aðalega á lagið She Heart Attack þegar við vorum að byrja að fá rokkþroskann.

Iron Maiden - Number of the Beast - Number of the Beast
Pabbi átti 90 mínútna kassettu sem Mangi frændi tók upp handa honum með Number of the Beast á annari hliðinni og For Those About to Rock með AC/DC á hinni hliðinni. Lagið Number of the Beast hreif mig og reyndar líka Run to the Hills. Ohh ég er að fara að sjá þá á þriðjudag snilld.

Metallica - Master of Puppets - Orion
Siggi Alfreðs kóperaði kassettu handa mér með ýmsu "Speed Metal" og þar var lagið Orion sem mér fanns alveg stórmagnað og finnst það enn.

Metallica - ...And Justice for All - To live is to Die
Danni Friðjóns átti plötuspilara og keypti þessa mögnuðu plötu sem er enn þann dag í dag uppáhaldsplatan mín með Metallica. Lagið To Live is to Die lagðist vel í mín eyru og gerir enn sennilega er þetta besta lag sem Metallica hafa sent frá sér.

Nirvana - Nevermind - Smells like Teen Spirit
Fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist fékk hann í fermingargjöf frá Guðrúnu Erlu og Fjölskyldu. Lagið Smells Like Teen Spirit heyrði ég nokkru áður í þungarokksþættinum á Rás 2 og tók það upp og var langt á undan öllum öðrum á Egilsstöðum í þessum aldursflokki að uppgvöta Nirvana.

Red Hot Chilipeppers - Blood Sugar Sex Magic - The Power of Equality
Hafði eitthvað heyrt í þeim hjá Sindra Hreins og líkaði vel svo ég hringdi í Tónspil á Norðfirði og pantaði diskinn með póstkröfu. Varð fyrir vonbrigðum þegar ég hlustaði á hann í fyrsta sinn fannst hann ekki nógu þungur. En einhvernveginn síaðist hann inn og í raun er hann allur góður en The Power of Equality fannst mér svona rétt skara upp úr.

Pantera - Vulgar Display of Power - This Love
Hvað get ég sagt heyrði fyrst í þeim hjá einhverjum Eskfirðingum sem voru með okkur í fermingarbúðum á Eiðum en eignaðist diskinn ekki fyrr en dáldið síðar. Þessi diskur var ávallt settur í botn þegar ég læsti mig inn í herbergi unglingaveikur í fýlu. This Love var bara eitthvað svo öflugt og losaði mann við alla reiði.

Anthrax - Attack of the Killer B´s - Bring The Noise
Enn og aftur snilldar diskur. Danni Friðjóns. keypti hann og ég tóka hann upp hjá honum en fjárfesti svo í honum síðar. Bring the Noise er bara rokkrapp sem er skemmtilegt Public Enemy og Anthrax saman í súpu.

Jet Black Joe - Jet Black Joe - Rain
Jet Black Joe á Sumarhátíð á Eiðum. Snilld fyrir lítinn rokkara. Þetta er enn þann dag í dag ein vandaðasta íslenska rokkplatan að mínu mati og Rain er helvíti gott lag. Þessi plata var mikið spiluð í NýUng.

Suede - Suede - The Next Life
Kynntist þessari plötu í NýUng og einhvernvegin náði hún til mín. Fjórir hommar í bandi (ef ég hefði vitað að þeir væru hommar þá hefði ég örugglega ekki hlustað á hana en ég hef náð tökum á hommafóbíunni). The Next Life er ótrúlega falleg ballaða. Bara ef þeir væru ennþá svona góðir í dag.

Weezer - Blue Album - Only in Dreams
Þessa plötu heyrði ég fyrst í Táp og Fjör þegar Siggi Smári kom með hana á kassettu. Ég kóperaði hana hjá honum og notaði hana gjarnan meðan ég lá í ljósum í Táp og Fjör (Ég hef þroskað af mér ljósaböðin). Þetta er bara ein samheldnasta og þéttasta plata sem ég hef heyrt og öll lögin góð en Only in Dreams kíkir aðeins yfir hin.

Botnleðja - Drullumall - Heima er Best
Kynntist Botleðju þegar ég heyrði í þeim í Músíktilraunum sem ég tók alltaf upp kasettur. Heima er Best er snilldarlag og textinn enn betri og sá ég fyrir mér mömmu mína taka til hehe.

U2 - Zooropa - Zooropa
Fannst ekkert til U2 koma fyrr en ég tók upp tónleika með þeim af Rás2. Sú kassetta var alltaf í Monzunni og upp úr því kynntist ég Zooropa sennilega hjá Guðjóni Braga. Töff plata sem var líka síðasta góða plata U2. Titillagið er sennilega best að mínu mati en Lemon er líka þrælgott. Góð músík til að keyra við.

Pearl Jam - Ten - Porch
Kynntist henni seint. Borgþór Geirson átti diskinn þegar hann var í herberginu við hliðina á mér á vistinni í Verkmenntaskóla Austurlands. Ég fékk hann lánaðan og hann hitt beint í mark hjá mér. Þunglyndistónlist sem einhvernvegin fasar út í manni þunglyndið. Boggi fékk diskinn ekki aftur næstu tvo mánuðina, hann var fastur í græjunum. Porch finnst mér besta lagið en ég veit ekki af hverju, hljómar bara vel.

Pink Floyd - The Wall - Mother
Veit ekki enn afhverju ég keypti þessa plötu í einni skoðunarferðinni í Tónspil Neskaupstað. Hafði heyrt um The Wall og Pink Floyd og sennilega hefur einhver hinu megin sagt mér að kaupa hana. Þessi plata þroskaði tónlistarsmekkinn minn mikið (Björn Þór og Gummi Tómas héldu svo áfram að pumpa í mig gömlu rokki á Akureyri ´98/´99) og Mother er að mínu mati besta lagið.

Þettta var þroskandi og rifjaði upp með mér margar skemmtilegar minningar. Mæli með og skora á að allir setjist niður og geri svona lista. Mögnuð lífsreynsla og gott fyrir minnið.

Sveinn El. Loftnets ....Músíkalskur!!!