17.5.08

1 ár frá síðustu færsluHér með er gjört kunngjört að ár er frá síðustu færslu minni á vef þessum.

Njótið.

17.5.07

Fyrir þá sem vilja fréttir af manniÞá bendi ég á heimasíðu veiðifélagsins bíttá helvítið þitt. En í sumar mun ég aðeins skrifa þar um veiðiafrek mín.

www.123.is/bitta

8.5.07

TilkynningFyrir þau sem höfðu áhyggjur.
Ég er enn á lífi og líður gríðarlega vel.

Takk fyrir

4.3.07

Plága dauðans - Inflúensa


Inflúensuveira í góðu stuði tilbúin að eyðileggja fyrir þér vikuna.

Ef ég vorkenndi ekki einhverjum sem hafa fengið þessa pest sem er að ganga þá biðst ég auðmjúkur afsökunnar. Ég fékk nefnilega þessa plágu.
Ég er búinn að liggja heima í 4 daga með hausverk, svima, hita, ælu, hósta, og grænt hor dauðans.
Þetta er algjör viðbjóður og með verri pestum sem ég man eftir að hafa fengið.

Smá varnaðarorð:
Ef einhver er að hósta í kringum þig hlauptu!!!

31.1.07

Bæ bæ Akureyri


Undirritaður á góðri stund við sjóbleikjuveiðar í Eyjafirði

Þrátt fyrir biturleika minn út í Akureyri undanfarin ár er ekki laust við að ég sakni hennar Akureyrar örlítið. Bíttá Helvítið Þitt var stofnað hér af okkur Matta vini mínum og hef ég grun um að veiðiferðirnar verði færri á komandi sumri nema einhver verði eins manískur og hann í að draga mig í veiðitúra.

Með bros í hjarta og piss í pung kveð ég þig kæra Frú Akureyri.

21.1.07

Slafr.


Fór í hagkaup klukkan 15:43 í dag, svangur, mæli ekkert sérstaklega með því. Rann á lykt af nýsteiktum kjúklingi út í horni. Greip eina pútu og dágóðan slatta af djúpsteiktum kartöflustrimlum auk kokteilsósu, tvær fernur af Biomjólk, eina jarðarberja og hina með perum og eplum. Fór heim. Slafraði í mig hálfum kjúklingi hálfum kokteilsósudalli auk nokkkurra djúpsteiktra kartöflustrimla. Gekk saddur til rúms og horfði á Íslenska landsliðið grúttapa. Slafraði svo í mig restinni af súkkulaðikaramellukexinu mínu sem ég keypti deginum áður ásamt mjólkurglasi. Dagurinn verður svo fullkomnaður með Catankvöldi hjá Landmanninum og spúsu hans

8.1.07

Nýtt húsnæði


Já þið heyrðuð rétt. Sveinn El. Loftnets er að missa eftirnafnið og flytja til Reykjavíkur. Hann hefur fest kaup á þessari afar fínu íbúð þar sem hann mun dvelja í frá og með 1. Febrúar. Einnig hefur hann skipt um vinnu og mun nýja vinnan sennilega ekki hafa loftnetsuppsetningar í boði og því allt eins víst að Undirritaður missi ættarnafnið.
Allar peningagjafir eru vel þegnar því dýrt er að kaupa sér húsnæði í henni Reykjavík og leggist inn á reikning: 305-26-1203. kennitalan er 120378-3689.

24.12.06

Gleðileg Jól


Óska vinum og lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Farið varlega í brennivínið yfir hátíðarnar svo þið endið ekki eins og þessi Jóla-Sveinn.
Vegna aðstæðna verða engin jólakort send frá mér í ár og vona ég að mér verði fyrirgefið það.

Gleðileg Jól
Svenni

12.12.06

Nætursnarl


Fyrir mér er nætursnarl jafn mikilvægt og kynlíf fyrir rottum og koma tímabil þar sem ég vakna á hverri nóttu til að fá mér bita.
Það eru tvö efni sem eru algjör forsenda fyrir ánægjulegu nætursnarli, annað er súkkulaði hitt er mjólk. Þess vegna reyni ég alltaf að eiga súkkulaðikex í skápnum og mjólk í ísskápnum því ekkert er verra en að geta ekki svalað fíkn sinni klukkan 4 um nótt. Ef ekkert er til geng ég um gólf í svitakófi og velti fyrir mér hvað ég eigi að gera og oftar en ekki verður Haust-kex með óhóflegu smjörmagni fyrir valinu ásamt hálfum til einum lítra af mjólk.
Hins vegar þegar súkkulaðikex af einhverri gerð er til og nóg af mjólk þá líður mér eins og barni á jólunum að taka upp óskagjöfina sína. Svo hálfum kexpakka og líter af mjólk síðar leggst ég til hvílu á ný og sofna eins og nýskotin gæs.
Ókostirnir við þetta næturbrölt eru tveir. Annars vegar aukakíló en síðasta mánuðinn hef ég ekki vaknað til þessarar iðju og misst um það bil 5 kg. Hins vegar hefur súkkulaðið einhver svæfandi áhrif og afskaplega erfitt er að koma sér á fætur á morgnana eftir góða nætursnarlsnótt meira að segja mun erfiðara en aðra morgna.
En þegar öllu er á botninn hvolft þá er næturbröltið þess virði því unaðstilfinningin sem fylgir því að þamba síðasta mjólkurglasið á eftir síðustu kexkökunni slær engu við.

27.11.06

Skemmtun


undirritaður á góðri stund á dansgólfinu.

Fór á jólahlaðborð með vinnunni á laugardaginn. Drakk brennivín og borðaði mig saddan. Fór þaðan á Vélsmiðjuna, dansiballsskemmtistað fyrir gamalmenni. Borgaði mig 1200 kr. inn á Sixties á þessum sama stað. Dansaði. Fannst það gaman. Hef ekki gert það síðan ég var 18 ára í leit að lambakjöti í Valaskjálf.
Held að ég sé orðinn klikkaður.

20.11.06

Merkilegt

þetta held ég að sé skemmtilegt hobbí.

17.11.06

Hamstur

Þetta finnst mér fyndið.
og þetta líka.

16.11.06

ÞunglyndiHvernig getur þetta valdið öðru en þunglyndi?

3.11.06

Ný vefsíða Bíttá Helvítið þitt

Ég vil nota tækifærið og benda fólki á nýja síðu Bíttá Helvítið þitt á slóðinni www.123.is/bitta.
Ástæðan fyrir þessum skiptum er að fyrri vefhýsill, go.is skeit í buxurnar og gafst upp.
Einhliða samningaviðræður standa nú yfir til að ná gömlum fréttum og myndasafninu til baka en ekkert svar hefur borist enn frá þeim go.is mönnum. Jafnvel er hugsanlegt að bitta.com verði að veruleika upp úr þessu.

1.11.06

Forgangsverkefni SamfylkingarinnarStundum heyrir maður því fleygt að tími sé kominn á ríkisstjórnarskipti og er þá Samfylkingin oftast nefnd sem sá flokkur sem taka ætti við og losa þjóðina undan "ægivaldi" Sjálfstæðisflokksins.
Ég vil nota tækifærið og vara fólk við að kjósa Samfylkinguna í komandi þingkosningum ef forgangsverkefni þeirra verða eitthvað á þessa leið.
Takið eftir rauða ljósinu það er merki Samfylkingarinnar. Þau ættu kannski að taka upp nafnið Stoppfylkingin.