31.3.06

Subarubílar eru torfærutröll

Þetta eru myndir af tveim Subaru torfærubílum sem ég keyri gjarnan. Takið eftir því hve snjórinn er lítið mál fyrir þá. Einnig er hér lítið videó sem sýnir bílstjórann í torfærum á bitaboxinu. ATH hugsanlega þarf Quicktime til að sjá þetta myndband

28.3.06

28. Mars 2006 - Vor

kl: 8:00
kl: 13:00kl: 17:00

27.3.06

Jónína dettur í tjörnina


Hitabylgja reið yfir Akureyri ekki alls fyrir löngu og mældist 30 stiga hiti þegar heitast var. Bar hitann svo snögglega að að ísinn á tjörn bæjarins bráðnaði samstundis. Jónína Baldursdóttir snyrtifræðingur og ísfiskveiðimaður var við tómstundaiðju sína að veiða gegnum vök á Akureyrartjörn þegar hitabylgjan skall snögglega á. Jónína sem er vanur ísfiskveiðimaður og þekkir vel til veðurfars á staðnum hafði sem betur fer vaðið fyrir neðan sig þegar hún fór út á ísinn því hún var í björgunarvesti.

"Það snögghitnaði bara og fljótlega tók ísinn að bresta undan fótum mínum, og ég féll ofan í vatnið."

Segir Jónína og glottir við tönn.

"Það kom þó ekki að mikilli sök því hitinn var svo mikill að tjörnin varð samstundis svo þægilega volg út af hitanum. Baldur maðurinn minn varð svolítið skelkaður en ég vildi bara ekki upp úr það var svo þægilegt baðið."

Sagði Jónína að lokum og hlær hástöfum með skærri röddu og kveður.

Af veðrinu á Akureyri er svo það að frétta að daginn eftir snöggkólnaði fór að snjóa og hefur snjóað síðan og eflaust má sjá Jónínu stunda áhugamál sitt á ísnum þar í dag.

21.3.06

Meira um Egilsstaði


Að þessu sinni tek ég fyrir nýtt miðbæjarskipulag á Egilsstöðum sem er í flesta staði snjallt og sniðugt eins og að láta aðalgötuna í gegnum nýjan miðbæ vera rauða. En eitt fer verulega í taugarnar á mér við þetta annars ágæta miðbæjarskipulag og það er einmitt að þessir frjóu hugir sem skipulögðu fyrrnefnt skipulag skildi ekki detta annað nafn í hug á rauðu götunni en Strikið. Hvað er að? Strikið er í Kaupmannahöfn og eitt þekktasta kennileiti þeirrar borgar.
Ef ég ímynda mér að ég væri fluga á vegg á fundi skipulagsnefndar nýs miðbæjarskipulags gæti ég trúað að samtal þeirra hafi hljómað eitthvað á þessa leið:

Hönnuður nr. 1: "Jæja nú erum við búin að skipuleggja nýjan og fallegan miðbæ Egilsstaða"
Hönnuður nr. 2: "Já þetta var erfitt en nú er það senn á enda. Það eina sem vantar er nafn á þessa fallegu rauðu götu. Er einhver með hugmynd?"
Hönnuður nr. 3: "öhhh Oxford Street???"
Hönnuður nr. 1: "Hmm ekki slæm hugmynd. Einhverjar fleiri hugmyndir?"
Hönnuður nr. 2: "öhhh Broadway???"
Hönnuður nr. 1: "Já það er snjallt og svoldið international. En þurfum við ekki að skýra hana eitthvað nær okkar menningu? Ég mæli með að við nefnum þessa götu Strikið"
Hönnuður nr. 2 og Hönnuður nr. 3 í kór: "Húrra Frábær hugmynd. Allir vita að eitt sinn vorum við undir Danaveldi og því ættum við að þakka þeim að hafa haldið í okkur íslendingum lífinu í árhundruð, með því að skýra rauðu götuna Strikið. Húrra, Húrra, Húrra fyrir þér Hr. Hönnuður nr. 1"

Já þannig fékk þessi gata nafnið Strikið ímynda ég mér.
Eina sem ég velti fyrir mér er hvar á Ráðhústorg að vera?

13.3.06

Snuff Box


Var að uppgvöta nýja snilld á BBC 3...
Snuff Box
spurning hvunær einhver snjöll sjónvarpsstöð tekur þetta til sýningar.
Hér er heimasíða þáttarins
Hér eru nokkur clips og þetta er sennlega það fyndnasta.

Sveinn El Loftnets... Fyrstur að uppgvöta gamanþættina

8.3.06

Egilsstaðir

Hvernig getur dópisti sem fer suður á bíldruslu komið aftur heim nokkrum árum síðar á rándýrum BMW með 200 milljónir í vasanum og keypt félagsheimili ofl fasteignir á staðnum og lagt niður starfsemi félagsheimilsins?
Hvaðan komu peningarnir?

6.3.06

Rammstein - Mann gegen mann


Enn eitt snilldarmyndbandið frá þessum austurþýsku frændum okkar
Rammstein - Mann gegen mann - Video

4.3.06

Til andálverssinna


Nýlega komu tveir hagfræðiprófessorar fram á NFS og héld því fram að ef álverframkvæmdir á Húsavík færu af stað þyrfti að fresta framkvæmdum við Tónlistarhús, Sundabraut, hátæknisjúkrahús og fleiri framkvæmdir sem eru á dagskránni. Ástæðan er ofþensla, sem sagt krónan verður of sterk sem er slæmt fyrir útflutningsgreinar.
Ég vinn hjá litlu innflutningsfyrirtæki sem fagnar þessari þenslu því loksins er einhver framlegð af sölu þessara vara og iðnaðarmenn hafa aldrei haft meira að gera og þar að leiðandi aldrei eins mikinn pening milli handana sem leiða af sér að litla innflutningsfyrirtækið er á hraðri uppleið því salan hefur stóraukist.
Hvað er svona slæmt við það? Og þó að lítið tölvuleikjafyrirtæki sem hefur jafnmarga starfsmenn og litla innflutningsfyrirtækið mitt fari úr landi. Þar var smámanninum fórnað fyrir heildina.
Auðvitað kemur þetta líka niður á fiskiðnaðinum en fiskurinn er hvort eð er að vera búinn þannig að þetta verkar sem fiskveiðistjórnun. Svo mættu Íslendingar líka borða meira af fiski.
Því segi ég að álver og framkvæmdir þess vegna eru ekki endilega slæmar fyrir alla.