30.3.05

Áfram Höttur!!



Allir austfirskir menn og hollvinir með rödd og/eða hávaðatæki mæti á eftirfarandi körfuboltaleiki og styðji Hött Egilsstöðum og púi á Val Reykjavík. Þetta er spurning um að komast í Úrvalsdeild í fyrsta sinn.

1.Apríl kl. 19:15
Valur-Höttur að Hlíðarenda

3.Apríl kl. 19:15
Höttur-Valur á Egilsstöðum

ef að staðan verður 1-1 eftir fyrstu tvo leikina:
5.Apríl kl. 19:15
Valur-Höttur að Hlíðarenda


BLOGGARAR ATHUGIÐ: SKELLIÐ ÞESSU INN Á BLOGGIÐ YKKAR!!


Mætum öll og búum til alvöru Hattarstemmingu að Hlíðarenda. Pæliði í snilldinni, Höttur í úrvalsdeild!!

Svo að lokum vil ég benda á þetta umhverfislistaverk

og þessa uppskrift að fullkomnu lífi

15.3.05

SveinBjörn Garage days revisited.


Þar sem lítið gengur hjá SveinBirni þessa dagana þá hef ég tekið ákvörðun um að gefa út hér áður óútgefið efni. Efni þetta er sérstaklega verðmætt þar sem þetta er í raun fyrsta SveinBjörns lagið. Var það tekið upp á 5 diktafóna og masterað á stálþráð í æfingaplássi bandsins, gamla haughúsinu í Samkomugerði.

Rock og Ról

Bon Appetite.

SveinBjörn

14.3.05

Rafgítar í útileguna



Smellið á myndirnar til að stækka þær

Flest er nú til. Rafgítar með innbyggðum effectum, trommuheila og hátalara svo er hægt að stinga mic ofl í samband við tilbúinn í útileiguna frá Fernandes.
Fæst í Tónabúðinni og Music123.com. Kostar frá kr. 26.300.-

11.3.05

Myndagáta

Þessa helgi mun ég dvelja á.......


í verðlaun er er blýantur merktur framsóknarflokknum
Óvænt aukaverðlaun eru fyrir þann sem getur upp á hvað er á miðjumyndinni.

6.3.05

Bíræfnir Innbrotsþjófar á ferð um Akureyri


Engin Rúða


Glerbrot


Brotið plast fyrir öryggisbeltum


Fleiri glerbrot


Vopnið


Eftir viðgerð

Mér brá heldur en ekki í brún þegar Lögreglan hringdi klukkan 6 í morgun og tilkynnti að brotist hefði verið inn í bíl minn þar sem hann stóð við skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri. Bauðst Lögreglan til að sækja mig sem hún og gerði.
Þegar við vorum langt komnir í átt að bílnum mínum er tilkynnt í talstöðinni að innbrot sé í gangi í litla búð ekki langt frá Sjallanum. Var lögreglubíllinn þá botnstaðinn yfir á rauðum ljósum í átt að innbrotsstaðnum. Þegar þar var komið stóðu þar tveir lögreglumenn með tvo litla gutta (ca. 16-17 ára) og voru að járna þá.
Var ég þá skilinn eftir með einum lögreglumanni á meðan hinir fóru og skutluðu guttunum í steininn. Gekk ég því í lögreglufylgd að sjallanum og sá þá að búið var að brjóta vinstri afturhliðarrúðu í bílnum. Bíllinn var þó enn harðlæstur en engin bjórkippa í aftursæti bílsins.
Höfðu þessir guttar (sennilega þeir sömu og ég sá handtekna) þá aðeins stolið einni bjórkippu úr bílnum en látið öll önnur verðmæti í friði.
Guði sé lof fyrir að Ísland á aðeins heimska glæpamenn.

Sveinn El Loftnets.......góðkunningi lögreglunnar!!!!

3.3.05

Bæn reyklausa mannsins

Faðir Vor,
Þú sem ert á þingi.
Helgist þitt nafn,
til komi vort ríki,
Verði þinn vilji,
svo í lögum sem í orði
gef oss í dag vort reykingabann.
Og fyrirgef oss reykingasyndir.
Svo sem vér fyrirlítum,
vora reykingamenn.
Eigi leið þú oss í reykinn,
heldur frelsa oss frá rettum.
Því að þitt er ríkið,
lögjafinn og þingið,
að eilífu.
Amen.

1.3.05

Hrólfur fær sér rjómatertu


Hrólfur Jóhannesson áhugaleikari fékk sér rjómatertusneið í tilefni dagsins.