29.11.04

Er virkilega allt að fara til fjandans?


Nú spyr ég sem maður sem er ekki pólitískt bundin neinum stjórnmálaflokki. Ég hef oft látið draga mig með í múgæsing gegn ríkisstjórn vorri, en ef maður yfirgefur bóluna og horfir á þetta algerlega utan frá, þá fer maður nú að spá hvort það hafi einhverntíma verið betra að búa á Íslandi. Ég man ekki eftir því.

Laun hafa aldrei verið hærri.
Austurland er að rísa úr volæðinu.
Aldrei verið auðveldara að fá lánað fyrir íbúð eða bíl.
Maður þarf enga ábyrgðamenn á himinháúm lánum.
Miklir möguleikar á allskonar góðri menntun fyrir lítið fé.
Raftæki hafa aldrei verið ódýrari.
Allskonar framandi matur fæst í búðum.
Og margt margt fleira.

Því spyr ég.
Er virkilega svo slæmt að búa hér?
Og hvenær hefur það verið betra?

Sveinn El. Loftnets........Fékk vitrun!!!

Er Internet Explorer Hættulegur??



Morgunblaðið hefur kannski svarið
Microsoft.com fann allavega 262 uppfærslur vegna öryggisgalla.
Guð má vita hversu mikið fleiri gallar eru á honum.

Sveinn El Loftnets.......Tölvunarfræðingur!!

26.11.04

Föstudagsumræðan - Reykingar!


Eitthvað er spjallið á kaffistofunni að fara til fjandans því annað skipti í röð eru engar pólitískar umræður. Ég er farinn að halda að samverkamenn mínir séu pólitískt geldir.
Umræðurnar að þessu sinni voru um reykingar og reykingafíkn en lítið rætt um skaðsemi þeirra. Einnig var nokkuð komið inn á gæði Kúbuvindla og hversu mikið hollara er að reykja pípu en sígarettur.

Sveinn El Loftnets.......Löngu hættur að reykja !!!

23.11.04

Væntanlegt...


21.11.04

Bróðir Cadfael lætur í sér heyra!!!


Bróðir Cadfael er svo sannarlega léttgeggjaður..


Bróðir Cadfael heiðraði gamlan vin með heimsókn sinni hér á síðuna þann 20. nóvember síðastliðin. Vil ég sérstaklega þakka honum fallegar Sjálfstæðar Skoðanir á færslum mínum þann 19. Nóv síðastliðinn.

Trausti ég bið að heilsa Mömmu þinni

Sveinn El Loftnets......Í Sjöunda himni

19.11.04

Skáksett Sveins El. Loftnets


Sveinn El. Loftnets hefur sent frá sér Skáksett Sveins El. Loftnets fyrir jólin 2004.
Er settið sett saman úr allskonar loftnetstengjum.
Tilvalið í jólapakka loftnetsmannsins.
Fæst hvergi því það er ómetanlegt.

Sveinn El. Loftnets......Finnur.tk skáksnilliingur Pjuff held ekk!!!i

Föstudagsumræðan - Kassettur Vinill og Geisladiskar


Það fór heldur lítið fyrir pólitíuskum umræðum á kaffistofunni í dag. En þó var nokkuð rætt um hvernig mætti flytja efni af gömlum kassettum og vinilplötum yfir á geisladiska.

Sveinn El. Loftnets..... Ópólitískur

16.11.04

Golfstraumnum bjargað!!!



Tveir vísindamenn, Dr. Einar Örn Ólason sjávarstraumafræðingur og Dr. Sveinn El. Loftnets kjarneðlisfræðingur, hafa fundið leið til að koma golfstraumnum aftur á hreyfingu skildi hann stöðvast eins og spár svartsýnna sænskra vísindamanna sýna fram á.
Lausnin er einföld.
Kjarnorkuvél sem sendir frá sér 10 megatonna sprengingar með hárnákvæmu millibili í straumátt golfstraumsins. Í stað auðgaðs úraníums er notað nýtt skaðlaust efni (einaríum) sem útbúið var á ransóknarstofu Dr. Sveins á Akureyri.
Einaríum hefur sömu virkni og auðgað úraníum nema sprengingunum fylgir engin geislavirkni.
Aðalinnihaldsefni einaríum er ferrit, helium og vetni en nákvæm efnaformúla verður ekki gefin upp vegna einkaleyfisréttar doktorana og áhættu þess að Öxulveldi hins illa og Bandaríki Norður-Ameríku nýti sér efnið til illvirkja.

Í þágu mannkyns.
Dr. Sveinn El Loftnets og Dr. Einar Örn Ólason

13.11.04

Rokktónleikar á Akureyri!!!




Loksins voru almennilegir Rokktónleikar á Akureyri og auðvitað skellti kallinn sér á þá enda á gestalista + 1. Þá var nátturúlega bara að taka Soffíu með.
Það var hann Óli Pétur Tröllabarn æskuvinur minn og gítarleikari í Solid i.v sem var svo indæll að skella mér á gestalistann.

Solid i.v voru fyrstir á svið nautþéttir og flottir nema hljóðmaðurinn Trausti í Tónabúinni klúðraði gigginu fyrir þeim því voða lítið annað en söngur og snerill heyrðist. Og fær Trausti í Tónabúðinni 100.000. rokkrefsistigstig fyrir það.

Næstir komu Jan Mayen sem ég hef hingað til ekkert verið alltof hrifinn af. En þeir komu skemmtilega á óvart með frábærri sviðsframkomu og þéttri spilamennsku. Eitt af þeim böndum sem eru greinilega betri á sviði en á plötu.

Síðastir voru Mínus sem að vanda stóðu sig vel. Krummi og Þröstur hafa greinilega gengið í Rokkskóla Jóns Péturs og Köru. Ekkert meira um Mínus að segja nema bara keep up the good work.

Sveinn El. Loftnets....... ROCK 'N ROLL!!!!!!!!

12.11.04

Föstudagsumræðan - Kvótakerfið



Eftir miklar rökræður á kaffistofunni í morgun um kvótakerfið okkar í sjávarútvegi og fréttir um væl manna á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði um lélegt atvinnuástand þá vil ég leggja fram eftirfarandi spurningu með von um vel rökstudd svör.

Hvað er svona slæmt við kvótakerfið og að fiskveiðar og vinnsla færist á fáar stórar hendur?

Persónulega er ég á því að stærri eining sé sé arðsamari og skili meiri tekjum og loksins sé sjávarútvegur farinn að skila arði ekki bara tapi sem ríkið borgar upp. Mín skoðun er að nákvæmlega sama þurfi að gerast í sveitum landsins. Bændur þurfa að vera færri og með stærri bú og eigin sláturhús. Ríkið á einnig að hætta styrkjum sínum til bænda með tímanum en í lagi væri að ríkið myndi veita styrki til að byggja upp þessi stórbú eins og álversframkvæmdir. Að því loknu þurfa búin að reka sig sjálf eins og hvert annað fyrirtæki í þessu landi.

Ókosturinn er hins vegar stór skip með stórar botnvörpur sem eyðileggja hafsbotninn og þar með talið lífsviðurværi fisksins. Einnig fækkun fólks í ákveðnum sjávarþorpum (ef hægt er að flokka það sem ókost).

Með von um viðbrögð. Hvort sem það er sammála eða ósammála eða eitthvað allt annað.
Ekki vera aumingi!!!!
komdu með skoðun!!!

Sveinn El. Loftnets......Markaðsfræðingur!!!

11.11.04

Bush er líka bloggari


Bush Bloggar....


...og Laura líka

10.11.04

Orsök og lausn alls míns vanda!

Orsök allra minna vandamála er.



Lausn allra minna vandamála er hinsvegar



2.11.04

Verða Bandaríkin Rúkandi rústir eftir borgarastyrjöld á árunum 2005 -2015??


Háhættusvæði við kjarnorkuárusum

Samkvæmt tímaferðalangnum John Titor sem kom frá árinu 2036 þá verða Bandaríkin að rjúkandi rúst eftir borgarastyrjaldir sem munu geysa frá árinu 2005 og ná hámarki með stuttri þriðju heimstyrjöld árið 2015. Mun þetta allt hefjast fljótlega eftir forsetakosningarnar 2004 en þær eru einmitt í dag.
Kom hann við árið 2000 þegar hann var að fara aftur heim frá árinu 1975 til að ná í IBM 5100 tölvu. Farkostur hans var General Electric C204 Gravity Distortion Time Displacement Unit og má sjá myndir af því og Technical Manual þess hér. Einnig er hægt að sjá samtöl hans á netinu hér.
Nú er bara að bíða og sjá hvort Bandaríki Norður Ameríku ríði til falls innan frá á næstu árum.

Að lokum skal minnsast á Finn.tk en hann benti mér á þennan John Titor

Sveinn El. Loftnets....... í takt við tímann!!!!!

1.11.04

Danni K og Dísa eignast erfingja



Danni K. vinur minn og kona hans Dísa hafa nú eignast myndarlegan og hárprúðan dreng.
Fæddist hann 22. Október og gleymdist að láta mig vita. Þurfti ég að komast að því sjálfur.
En nóg um það. Til hamingju og gangi ykkur vel.

Sveinn El. Loftnets.......Ekki með barni!!