27.10.05

Athyglisverð Hljómsveit


Ég var að vafra um á rokk.is um daginn og rakst þar á áhugavert hljósveitarnafn, The Cocksucker band og ákvað að tékka á tónlist þeirra. Þetta voru skemmtilega öðruvísi lög en einstaklega góð engu að síður. Minntu mig jafnvel svolítið á heimahagana. Því fór ég að grenslast betur um þá og komst þá að því að þetta er einmitt hljómsveit úr Héraði.

Heimasíðan þeirra

Tónlistin þeirra

Walking the pimp
Lick my sticky dick
Glove love
South America
Salmon the fish
Leppard boy
Cops
I´m a man

24.10.05

Konur og Kommúnismi


Eftir að hafa horft á fréttirnar í kvöld af kvennafrídeginum hef ég dregið eftirfarandi ályktun.

Konur eru kommúnistar.

Þetta rökstyð ég með því að vitna í eina konuna er viðtal var tekið við.
"Konur og Karlar eiga að hafa sömu laun"
Gott og vel. En ef allar konur hafa sömu laun og allir karlar, þá hafa allir sömu laun. Er þá næsta mál á dagskrá að rífa öll hús og byggja öll hús eins svo öfund komi ekki upp á milli fjölskyldna. Auðvitað má ganga ennlengra og hafa öll húsgögn eins og svo framvegis.

Ég vitna hins vegar frjálslega í Gísla Martein í Sjálfstæðu fólki í gær. "Vinstrimenn eru hugsjónamenn sem vilja að allir hafi það jafn gott og hugsa minna um hvernig þeir fara að því. Hægrimenn eru hinsvegar raunsæismenn og láta gott af sér leiða með rökhugsun. Þ.e. til að gera þetta þarf að gera hitt o.s.f.v."

Það ER jafnrétti á Íslandi. Þar til einhver getur sannfært mig um annað.

Konur. Til hamingju með FRÍdaginn.

23.10.05

Tvífarar


Steingrímur J. Sigfússon Kommúnisti

Lenín Kommúnisti

Skildi það vera tilviljun að þeir aðhyllist sömu stjórnmálastefnu?

Sólin

Ef sólin sest bak við stólinn, mun rigna stjörnum.

20.10.05

Sveinbjörn ft. DJ Casanova - Piparsveinn


Nýtt Sveinbjörnslag komið í hús og nefnist það Piparsveinn.
Sveinbjörn fékk að þessu sinni til sín textahöfundinn og bakraddasöngvarann DJ Casanova sem stundum er kallaður Hafliði í lið með sér við þetta stórvirki.

Sveinbjörn ft. DJ Casanova - Piparsveinn

14.10.05

Auglýsingin sem þið áttuð aldrei að sjá


Þar sem fasistarnir hjá opnum kerfum vildu ekki leyfa mér að vinna fartölvu í fartölvuauglýsingasamkeppni þeirra á dögunum og þar með ekki birta hana í sjónvarpi, þá hef ég ákveðið að nota þennan miðil til þess.
Gjörið svo vel hér er mitt framlag til fartölvuauglýsingasamkeppnar Opinna Kerfa.

12.10.05

Einkavæðing Réttarkerfisins.


Allir þeir sem haf lent eitthvað í réttarkerfinu kannast við þann seinagang því fylgir.
Því hef ég fengið þá hugmynd að hreinlega einkavæða réttarkerfið allt frá lögreglu til dómara.
Securitas, Öryggismiðstöð íslands og önnur öryggisfyrirtæki gætu séð um löggæsluna og fengju borgað úr ríkissjóði að hluta til og einhverjar auglýsingatekjur má hafa af því að setja auglýsingar á bílana. Þá getur maður hreinlega keypt sér lögregluvernd ef maður þarfnast þess.
Sýslumannsembættin gætu verið mörg og þá um leið og samkeppni er komin á þá minnkar biðtími eftir afgreiðslu. Sýslumannsembættin fengju inn tekjur frá ríkssjóði í formi fastra styrkja auk hugsanlegra auglýsingatekna með auglýsingum á þinglýsingarskjölum. Svo má alveg hækka afgreiðslugjald aðeins.
Héraðsdómur og hæstiréttur geta verið í fleirtölu. Allir vita hvað það er vel borgað að vera lögmaður. Því ætti rétturinn að geta rukkað inn hluta af málsgjöldum og sá sem er dæmdur borgar. Fangelsin gætu verið frystitogarar eða verksmiðjur þar sem fangar skapa tekjur og vinna inn fyrir leigu og mat auk þess sem þeir geta með því borgað fyrir málsgjöld og miskabætur með vinnu sinni.
Ég held að þetta gæti alveg orðið framtíðin og myndi spara ríkinu mikinn pening auk þess sem þetta myndi flýta fyrir allri afgreiðslu mála þar sem þetta yrði á samkeppnismarkaði.

Sveinn El. Loftnets ....Einkavæddur.

7.10.05

Piparsveinn


Djöfull er Steini töff Bachelor.

Þess má geta að ég verð piparsveinn líka næstu 6 vikurnar meðan frúin er í Köben og Keflavík. Þess má einnig geta að ég hef fjárfest í rauðu rósabúnti í ESSO.
það er örugglega hægt að koma fyrir 12 stelpum í þessum 55 m2.

Stelpur, hver ykkar vill veita mér þann heiður að þyggja þessa rós.

6.10.05

Helvítis tölva!


Af hverju er helvíts tölvan mín alltaf að frjósa þegar ég er að reyna njóta Discovery Channel á netinu?

4.10.05

Má bjóða þér gervihnattadisk??


Ég og mitt fyrirtæki höfum á boðstólunum gervihnattapakka á frábæru tilboðsverði. Aðeins kr. 34.999.- fyrir 85 cm disk, 0,2 db LNB, FTA Móttakara af Samsung gerð auk veggfestingar.

Djöfull er leiðinlegt að vera ég.