29.5.06

Kosningar

MIkið er ég ánægður fyrir hönd Reykvíkinga að vera lausir undan ægivaldi Samfylkingarinnar. Vonandi mun þetta gera þetta borgarbúum gott og verða til þess að lóðamál og íbúðaverð komist í lag.

En furðuleg voru úrslitin í mínu kjördæmi sem verða til þess að sami meirihluti héldur. En meirihluti þessi hefur einmitt látið út úr sér að dansleikir séu ómenning og það megi þá bara skutla unglingunum (eins og þeir einu sem vilji bregða sér á dansleik séu unglingar) niður á firði í rútum. Einnig hefur Soffía Lárusdóttir oddviti sjálfstæðismanna látið úr sér að engin ástæða sé til að auka lóðaframboð því þá falli fasteignaverð (þess má geta að lóðaframboð er nálægt núlli). Framsóknarmenn komu með tillögu fyrir kosningar á bæjarstjórnarfundi þess efnis að nýta hús Húsasmiðjunnar til dansleikja og bíóhúss en það var fellt af meirihlutanum. Heldur vildi meirihlutinn kaupa gamla sláturhúsið sem er í niðurnýslu á uppsprengdu verði. Ég óska samt framsóknarmönnum til hamingju með árangurinn þó ég hefði kosið að L eða D listi hefðu misst fleiri menn.

26.5.06

Bíttá Helvítið þitt


Ný frétt

23.5.06

Sumarið er komið


23. maí 2006
Gleðilegt sumar

22.5.06

Lítið kríli


Stjána og Hrafnhildi veittist sú lukka að fæða í heiminn myndarlegan son þann 20. Maí síðastliðinn.
Það er ekki laust við að hann líkist eitthvað föður sínum enda myndarlegur með afbrigðum eins og báðir foreldrar sínir.
Til hamingju krakkar og gangi ykkur allt í haginn.

19.5.06

Eurovison


Ég vil þakka Silvíu Nótt fyrir frábæra frammistöðu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Silvía þú varst þjóð þinni til sóma með vasklegri frammistöðu þinni.
Ég krefst þess að hún fái fálkaorðuna við heimkomuna.

18.5.06

Bíttá Helvítið þitt


ný frétt

17.5.06

Nýr fastur liður - Lánsamt Lag


Hér hefur opnast nýr fastur liður.
Lánsamt Lag.
Mun ég einbeita mér að tónlist neðanjarðarhljómsveita og hér til hliðar er svo hlekkur á lagið.
Fyrsta lagið sem hlotnast sá heiður að verða Lánsamt Lag er nýja lagið með The Cocksucker Band, Risavaxin tré.
Snilldar tónverk og verður betra eftir því sem oftar er hlustað

15.5.06

Vandræði landhelgisgæslunnar


Nú þegar þörf er á þyrlum landhelgisgæslunar eru þær bilaðar enn eitt skiptið og ekki til fé til að halda þeim við. Samkvæmt frétt RÚV vantar 7 milljarða til að gera gæsluna góða. Ég fór að glugga í fjárlögin til að vita hvar mætti skera niður.

Listamannalaun: 293,2 milljónir og Heiðurslaun listamanna: 43,2 milljónir. samtals 336,4
Þeim má alveg sleppa ef menn geta ekki selt list sína sjálfir ætla ég ekki að nota skatttekjur mínar í að halda þessum spírum uppi. Þeim er ekkert of gott að vinna eins og aðrir.

Listasafn Íslands: 129,4 milljónir
Sjá skýringu við listamannalaun.

Íslenski dansflokkurinn: 93,5 milljónir:
aftur sama skýring.

Þjóðleikhúsið: 543 milljónir
og enn og aftur sama skýring.

Listasjóðir: 293,2 milljónir
og aftur

Listaháskóli Íslands: 506,7 milljónir
Til hvers? Hann getur bara verið einkarekin.

Jafnréttisstofa: 38,8 milljónir.
Það er jafnrétti á íslandi hægt að leggja hana niður núna.

Umferðastofa: 413 milljónir
Einn kall í útvarpinu. Löggan getur sinnt því.

LÍ.N: 4.477 milljónir
Við höfum banka sem geta lánað peninga. Auk þess sem LÍN er stíf stofnun sem vonlaust er að eiga við.

Sinfóníuhljómsveit Íslands: 296,4 milljónir
Ef Björgúlfur vill hafa hana á hann nógan afgang af hagnaði Landsbankans til að reka hana.

Samtals sparnaður upp á 7127,4 milljónir sem dugar gæslunni.

Hugsið ykkur að þennan óþarfa gat leikmaður týnt út úr fjárlögum ríkisins 2006 á 40 mínútum. Eflaust er mikið af fleiri óþarfa útgjöldum en ég hafði það að leiðarljósi að ná inn 7 milljörðum.

4.5.06

Bíttá helvítið þitt


Ný frétt

2.5.06

Austfirðingur augnabliksins

Haldið þið ekki að kallinn sé ekki bara austfirðingur augnabliksins á austurlandið.is

Veiðiferð og Catan-kvöld


Kristján Orri Magnússon heiðraði undirritaðan með heimsókn sinni um helgina og fékk hann skemmtidagskrá með veiðiferð og innlimun í veiðifélagið "Bíttá Helvítið þitt". Síðar um kvöldið var svo Catan/Viskí/Bjór/Zubróvka/Pulsu veisla. Þar sem Sigmar Bóndi heiðraði okkur með nærveru mústass síns og spilaði Catan af kænsku og þrautsegju.