25.2.05

Til vinstrisinnaðra sem og annara siðapostula.


Þó nokkuð hefur verið rætt um að ríkisvaldið og löggjafinn banni reykingar á öllum kaffihúsum og börum vegna þess hvað óbeinar reykingar eru óhollar.
Þessu er ég ósammála og finnst það ekki hæfa að ríkið banni reykingar á þessum stöðum. Og nú skal ég segja ykkur hvers vegna.
Þegar fólk fer út á kaffihús eða bar finnst því oftar en ekki hæfa að taka upp tóbakskorn með kaffibollanum eða bjórglasinu, kveikja í því og sjúga ljúfan reykinn ofan í lungun og finna nikótínnautnia streyma um líkamann.
Ég fór einmitt á eitt kaffihús/bar í gær á tónleika með hinum kyngimögnuðu Hvanndalsbræðrum. Þegar líða tók á tónleikana veitti ég því athygli að engin lykt af tóbaksreyk var í húsinu og þó var húsið fullt af fólki með bæði bjór og kaffi um hönd.
Þessi knæpa er nefnilega reyklaus staður.
Nú kem ég að kjarna málsins. Ef lítil knæpa undir nafninu Græni Hatturinn getur gengið reyklaus. Því ættu stærri knæpur í Reykjavík ekki að geta það?
Nú fer kannski einhver að halda að ég hafi skipt um skoðun um reykingabann á knæpum sem þessum.
Ó sei sei nei. Þetta sýnir mér einfaldlega að bareigendur geti ráðið hvort knæpan sé reyklaus eður ei. Því ætti faðir vor, ríkisvaldið að ráð því?
Þannig getur fólk sem vill reykja inn á skemmtistöðum valið sér knæpu sem leyfir reykingar og þeir sem þola ekki lykt af tóbaksreyk farið inn á reyklausa bari eins og Græna Hattinn.

P.S. það er 1 1/2 ár síðan undirritaður hætti að reykja.

Sveinn El. Loftnets.....Reyklaus!!

22.2.05

Á barmi milljónamergðar!



El Loftnets Cosmetics kynnir...

Bylting fyrir konur.
FOO L.D.U (Foot Laser Dehairing Unit)
Háreyðing með lasergeisla á fljótvirkan og sársaukalausan hátt.
Tækið er á hlægilegu verði. Aðeins kr. 16.990.-
Fyrstir panta fyrstir fá.
Ekki láta hárin vaxa þér til höfuðs... Fáðu þér FOO L.D.U háreyðingatæki strax.

Pantið núna!!

21.2.05

Dagar Titan senn taldir??


------------------- Epiphone -------------------------- Titanguitar ------------------

Nú á ársafmæli TitanGuitar hefur El. Loftnets nú fjárfest í nýju strengjahljóðfæri.
Mun það vera akústískt elektrónískur gítar af Epiphone gerð. Epiphone er einmitt dótturfyrirtæki Gibson sem ku framleiða bestu gítara í heimi.
Nú er það bara spurning hvort undirritaður hafi öðlast færni til að skipta Titan út fyrir Epiphone.
Engin ástæða er þó til að örvænta því miklar líkur eru á að Titan fái farmiða á næstu útlegu Útilegumannafélagsins Útvarps í Vestmannaeyjum þann 29. júlí - 1. ágúst.

Sveinn El. Loftnets ......Músíkalskur!!

12.2.05

365 Ljósvakamiðlar gera landsbyggðarfólki lífið auðveldara.


Það borgar sig að búa úti á landi.
365 Ljósvakamiðlar bjóða nú upp á algjörlega fría prufuáskrift af Stöð2 Sýn og Stöð2 Bíó í 10 daga.
Gífurleg sanngirni og getið þið höfuðborgaraumingjarnir aldeilis bitið ykkur í rassgatið með að búa þar á þessari stund.

Sveinn El. Loftnets.......Digital Ísland Sökkar, Analog Ísland Rúlar

9.2.05

Þarna gabbaði ég ykkur!!!


Því ég skrifaði ekki neitt nýtt hér.

5.2.05

Partý í Drekagili

Svartur Afgan tilraun 1
Svartur Afgan tilraun 2
Ólafur Ólafur

Hörgdælabragur
Sirkus Geira Smart + Lukku Láki
Emil Söngur
Valgeir Titan Guitar og raddir
Sveinn Teskeið, powerrade flaska og Bakraddir og Titan Guitar .

Sveinn El. Loftnets....Músík er mitt líf!!!

4.2.05

Subaru er líka Jeppi

Ferillinn: smellið á myndirnar til að stækka þær


Fyrir...



Á meðan..


Eftir..

Við Hafliði bróðir höfum unnið hörðum höndum að því að breyta Subaru bifreið minni í jeppa. Eftir 4 klukkutíma í bílskúrnum 1 bjór og 2 lítra af Coca Cola þá hefur okkur tekist ætlunarverk okkar.

Aukahlutir:
36" dekk og kantar af Nissan Patrol
Túrbóhúdd og kastarar af Subaru Impreza Turbo station
Dökk stefnuljós
Leitarljós.
GPS

Myndirnar tala sínu máli.

Sveinn El. Loftnets.....Bifreiðasmiður!!!

3.2.05

Íþróttamaðurinn!!


Undirritaður keypti þann fyrsta þessa mánaðar, líkamsræktarkort á líkamsrætarstöðinni Bjargi hér á Akureyri. Stór orð voru látin falla í upphafi leiktímabilsins. El. loftnets setti sér það markmið að geta hlaupið 5000 metra á færibandi fyrir lok febrúarmánaðar.
Þann 2. febrúar hljóp undirritaður 5000 metra á 11,5 km/h.
Því þarf El. Loftnets ekki að fara aftur á Bjarg fyrr en 1. Mars.

Sveinn El. Loftnets....Klárar verkin fljótt og örugglega!!!

1.2.05

Myndbandið við Komdu að dansa


Þá er myndbandið við danslagið Komdu að dansa loksins komið út. Naut SveinBjörn aðstoðar Britney nokkurrar Spears auk þess sem Geiri 3D sá um þrívíddarvinnslu á myndbandinu.
Hér er hægt að nálgast Komdu að dansa - Video