13.6.06

Af Dominos Pizzum


Á meðan ég beið eftir Dominos Pizzu í Breiðholtinu um helgina ákvað ég að líta í blað nokkurt að nafni Reykjavík Grapevine á meðan ég beið. Á síðu 7 var pistill aðstoðarritstjóra og mynd við. Þóttist ég kannast við kauða en þar var enginn annar kominn en Fellamaðurinn og kommúnistakörfuboltafanturinn Sveinn Birkir sem maður spilaði oft körfubolta við í gamla daga. Sveinn Birkir er nú svo svekktur með úrslit kosninganna í Reykjavík að hann grenjar um þau í ritstjórapistli sínum í enskumælandi leiðbeiningablaði fyrir útlendinga um hvar sé best að fara á fyllerý í Reykjavík.
Sveinn Birkir Hinn Svekkti sagði td:
"For more than a decade the Progressive Party and the Independence Party have been the leading proponents of Iceland’s decision to support the war in Iraq"
Ég spyr því sem fávís iðnaðarmaður.. Er Íraksstríðið búið að vera í gangi í meira en áratug????
En allavega lesið þennan stórskemmtilega pistil.

1.6.06

BloggletiEf lesendum finnst ég vera orðinn blogglatur þá er það einungis vegna þess að sumarið hef ég helgað veiðum og veiðifélaginu Bíttá Helvítið þitt.
Þeir sem vilja minnast mín er bent á síðu veiðifélagsins www.myblog.is/bitta.