27.11.06

Skemmtun


undirritaður á góðri stund á dansgólfinu.

Fór á jólahlaðborð með vinnunni á laugardaginn. Drakk brennivín og borðaði mig saddan. Fór þaðan á Vélsmiðjuna, dansiballsskemmtistað fyrir gamalmenni. Borgaði mig 1200 kr. inn á Sixties á þessum sama stað. Dansaði. Fannst það gaman. Hef ekki gert það síðan ég var 18 ára í leit að lambakjöti í Valaskjálf.
Held að ég sé orðinn klikkaður.

20.11.06

Merkilegt

þetta held ég að sé skemmtilegt hobbí.

17.11.06

Hamstur

Þetta finnst mér fyndið.
og þetta líka.

16.11.06

ÞunglyndiHvernig getur þetta valdið öðru en þunglyndi?

3.11.06

Ný vefsíða Bíttá Helvítið þitt

Ég vil nota tækifærið og benda fólki á nýja síðu Bíttá Helvítið þitt á slóðinni www.123.is/bitta.
Ástæðan fyrir þessum skiptum er að fyrri vefhýsill, go.is skeit í buxurnar og gafst upp.
Einhliða samningaviðræður standa nú yfir til að ná gömlum fréttum og myndasafninu til baka en ekkert svar hefur borist enn frá þeim go.is mönnum. Jafnvel er hugsanlegt að bitta.com verði að veruleika upp úr þessu.

1.11.06

Forgangsverkefni SamfylkingarinnarStundum heyrir maður því fleygt að tími sé kominn á ríkisstjórnarskipti og er þá Samfylkingin oftast nefnd sem sá flokkur sem taka ætti við og losa þjóðina undan "ægivaldi" Sjálfstæðisflokksins.
Ég vil nota tækifærið og vara fólk við að kjósa Samfylkinguna í komandi þingkosningum ef forgangsverkefni þeirra verða eitthvað á þessa leið.
Takið eftir rauða ljósinu það er merki Samfylkingarinnar. Þau ættu kannski að taka upp nafnið Stoppfylkingin.