30.1.06

Nýtt andlit SveinBjarnar


Af virðingu við látinn mann auk aukinnar frægðar SveinBjarnar hef ég ákveðið að skipta um andlit SveinBjarnar. Sá nýji er unnin úr mörgum mönnum og er þetta því einn og sannur SveinBjörn.
Vonandi leggst þetta vel í aðdáendur.

29.1.06

Nýtt SveinBjarnarlag


Vinsamlegast kíkið á vefsíðu SveinBjarnar
www.sveinbjornmusic.blogspot.com
og hlustið á nýjasta smellinn
Kaffi og Ís

28.1.06

Skemmtileg tónlist

Rakst á þennan snilldarslagara á rokk .is.
Skiptineminn Achmed með Stonie

27.1.06

Handknattleikur


Hvað er það við handbolta sem lætur mann öskra, berja í borð, setur hjartsláttinn í 200 og adrenalínið í botn

25.1.06

Hvaða ofurhetja???

Eftir að hafa tekið mjög mikilvægt próf hef ég komist að því að ég er Maximus

You scored as Maximus. After his family was murdered by the evil emperor Commodus, the great Roman general Maximus went into hiding to avoid Commodus's assassins. He became a gladiator, hoping to dominate the colosseum in order to one day get the chance of killing Commodus. Maximus is valiant, courageous, and dedicated. He wants nothing more than the chance to avenge his family, but his temper often gets the better of him.


Maximus

83%

Batman, the Dark Knight

75%

James Bond, Agent 007

58%

Captain Jack Sparrow

58%

William Wallace

54%

Indiana Jones

50%

The Amazing Spider-Man

46%

Lara Croft

38%

El Zorro

38%

Neo, the "One"

38%

The Terminator

21%


Hvaða ofurhetja ert þú? v. 2.0
created with QuizFarm.com

23.1.06

Umhverfismál


Virkjum eins mikið og við getum því vetni er eldsneyti framtíðarinnar. Umhverfisvænt vetni framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og hér á landi er því mikils virði. Við eigum nóg af gufu og vatnsafli. Eina vandamálið við vetni er að það þarf að kæla nálægt alkuli til að koma því í vökvaform en menn eru að vinna að öðrum lausnum til að geyma vetni eins og þessa. Ég get ekki beðið eftir því að keyra um bæinn á mengunarlausum bíl.
Næsta vandamál er ruslið sem við látum frá okkur. Ég var nefnilega svo heppinn að fara upp á löngu fulla sorphauga Eyjafjarðar um daginn. Af hverju tekur ríki og bær sig ekki saman um að hvetja fólk til sorpflokkunar, að lífrænt sorp sé urðað og unnin úr því molta, plast málmar og annað slíkt sé endurunnið og öðru sorpi brennt eins og á Ísafirði. Þar er hitinn frá ofninum nýttur til upphitunar á húsum og einnig mætti nota hann til raforkuframleiðslu.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

19.1.06

Til Hamingju SveinBjörn

Undirritaður óskar stórhljómsveitinni SveinBirni innilega til hamingju með nýja heimasíðu sína
http://www.sveinbjornmusic.blogspot.com.
Endilega lítið inn.

Sveinn El. Loftnets ....í hátíðarskapi

16.1.06

SveinBjörn - Shortcut


Það gleymdist nú alveg að linka þessu lagi hér inn

Sveinbjörn - Shortcut

Dúfnaskotkeppni Eyjafjarðar


Á dögunum var haldin dúfnaskotkeppni Eyjafjarðar. Var þetta liðakeppni sem gekk yfir í 10 klukkutíma og gekk ágætlega. Vinningsliðið kölluðu sig raðmorðingjana og hér sjást þeir með sigurfenginn.

El. Loftnets ...skotveiði mmmmmmm

5.1.06

Náttúruvænar miðbæjarrottur


Eftir að hafa horft á Kastljós sjónvarpsins í kvöld neyðist ég til að skrifa enn einn andkommúnistapistilinn. Þarna komu fram tónlistarmennirnir Björk og Damon Allbran og leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir sem vilja endilega bjarga náttúru Íslands frá mengun frá álverksmiðjum og því að sökkva undir jökulvatn sem er góðra gjalda vert nema þegar menn koma fram opinberlega í beinni útsendingu með engin rök, engin gögn og leyfa landsmönnum öllum að sjá hafragrautinn í hausnum á þeim.
Björk hefur nú aldrei haft mikið á milli eyrnanna en hún Margrét kom allra verst út úr heimskunni en hún er einmitt forsprakki náttúruverndarsamtakanna.
Grípum hér niður í Margréti segja:
"Eftir 5 ár eru þeir að segja að þessar virkjanir verði jafnvel úreltar"
Ef virkjanirnar verða orðnar úreltar eftir 5 ár þá borga þær sig varla upp og þá hlýtur Landsvirkjun að vera að reyna að setja sig á hausinn.
Björk segir svo aðeins síðar:
"Þessar virkjanir eru svo gamaldags þetta er eins og einhver 19. aldar iðnbyltingarhugsun"
Kárahnjúkavirkjun er ein stærsta og tæknilegasta virkjun Evrópu og afskaplega tæknilega flókin framkvæmd og þetta kallar þú gamaldags. Hrærðu í hafragrautnum í hausnum á þér góða.
Svo halda þær áfram að blaðra hikandi og hummandi og koma með engin haldbær mótrök nema Björk vill frekar fá litla virkjun í hverjum firði eins og margar litlar virkjanir í öllum fjörðum séu eitthvað minni náttúruspjöll en ein stór upp á fjöllum.
Álbræðsla er svo mengunarmikil að þetta er alveg hræðilegt. Frekar væri að auka ferðamannaiðnaðinn segja þær. Þá spyr ég hvernig litu þjórsárver út ef hundruðir þúsunda ferðamanna gengu þar um á hverjum degi. Hvaða náttúruspjöll yrðu gerð þar í formi hótela og minjagripaverslanna og annars. Auk þess held ég að þær geri sér ekki grein fyrir hve mikil mengun er frá einni þotu bara frá London til Keflavíkur. Boeing 757-200 brennir c.a 11 tonnum af þotueldsneyti á þeirri leið og öðrum 11 á leiðinni til baka. Þetta gera 22 tonn af eldsneyti sem eru c.a 27.000 lítrar. Ef við svo umreiknum þetta í einkabílinn þá eyðir meðalbíllinn um 10 lítrum á hundrað kilómetra sem gera 270.000 kílómetra á einn bíl sem er vel rúmlega endingartími hans og ef við reiknum flugtímann í aksturstíma þá eyðir meðalbíllinn á 100 km/h í 6 tíma 30 lítrum þannig að ein flugvél á leiðinni London - Keflavík - London eyðir á 6 tímum sama eldsneytismagni og 450 einkabílar á 6 tímum og þetta er bara ein flugvél. Það er talsverð mengun. Hvað skildi ein álverksmiðja menga á við margar flugvélar á klukkutíma? Er þetta ekki svolítill tvískinnungur að að náttúruverndarsinnar sem berjast gegn mengun skuli ekki berjast gegn fluvélum og þar að leiðandi ferðamannaiðnaði?
Og hvað veitir ein flugvél mörg störf og hvað veitir ein álverksmiðja mörg störf?
Listamannalaun eru einmitt borguð úr vasa mannsins sem vinnur í álverksmiðjunni. Og þessir listamenn vilja losa sig við launagreiðanda sinn.
Auk þess sýndist mér að flestir þarna væru miðbæjarrottur úr Reykjavík sem finnst landsbyggðin púkaleg nema kannski Björn Blöndal í hljómsveitinni Rass en hann er einmitt frá Hallormsstað en vinnur nú við að selja ísskápa í Heimilistækjum.
Skrítinn andskoti.