30.12.05

Markverðar fréttir af Héraði


Rakst á Finn.tk í apótekinu á dögunum þar sem hann kvartaði undan aukakílóunum og væri á leiðinni í ræktina.
Fleira markvert hefur ekki gerst.

23.12.05

Jólafrí


Föstudagur Drottinn minn
Djöfull er ég feginn
Bún´að kaupa brennivín
og bjórinn hinumeginn

Gleðileg Jól öllsömul

21.12.05

Boð og Bönn


Hvað er þetta með fólk sem vill banna allt.
Banna reykingar.
Banna að selja áfengi í verslunum.
Banna fegurðarsamkeppnir.
Banna iðnað
Banna fóstureyðingar
Banna hitt og banna þetta.
Til hvers? erum við eitthvað betur sett sem þjóð ef allt sem gæti talist hættulegt er bannað. Það er allt hættulegt.
Það er hættulegt að borða kjúkling út af beinum sem gætu staðið í manni svo við minnumst ekki á salmónellu og kamfýlóbaktel.
Það er hættulegt að spila fótbolta. Fólk er alltaf að fótbrotna og einstaka sinnum deyja í fótbolta.
Það er hættulegt að aka bíl mun hættulegra en að reykja meira að segja.
Það er hættulegt að klifra upp á þök og skipta um loftnet en ég geri það á hverjum degi.
Það er hættulegt að vinna á spítala. Þar eru sýkingar og sýktar nálar út um allt.
Það er hættulegt að borða hangikjöt sem er þriggja daga gamalt. Það veit ég.

Afhverju má fólk ekki gera það sem það vill á meðan það er ekki gangandi um rænandi og drepandi?
Ég skil það ekki

Bönnum Ost og Gleðileg Jól

11.12.05

Ísfiskveiðar með Matthíasi


Við veiðifélagarnir Matthías og ég skruppum á ísfiskveiðar á Ljósavatni í dag en urðum ekki varir og Matthíasi varð kalt enda með eindæmum illa klæddur strákurinn. En á heimleiðinni komum við við í Víkurveiði og myrtum 6 fiska samtals 11 kg á 10 mínútum.

Myndasyrpa

7.12.05

Helvítis Iðnaðarnjósnarar

Iðnaðarnjósnarar salernisframleiðandans Toto hafa nú stolið endurbætt og markaðssett hugmynd mína frá 6. Apríl 2005 að salernissetuniðursetningnum. Þetta sannar að mikilvægir menn eru í vinnu við að þýða íslenskt blogg í von um skjótan gróða.
Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag.
Þeir hefðu alla vega getað skýrt klósettið El Loftnets.

6.12.05

Danssýning

Við strákarnir í Radíónaust vorum með smá dansatriði á árshátíðinni okkar á dögunum. Hér er myndband af því.

Og nú virkar þetta Mr. Webmaster Of Saait.

3.12.05

Utanbæjarmenn valda usla á Akureyri


Lögreglan á Akureyri hefur í nógu að snúast þessa daganna vegna usla utanbæjarmanna


Talsvert hefur verið um usla á Akureyri að undanförnu. Lögreglan þar í bæ telur þá er ollu uslanum vera utanbæjarmenn en mikil aukning hefur verið á usla eftir að utanbæjarmenn hófu að sækja Háskólann á Akureyri. Sýslumaður telur að eina lausnin á þessu vandamáli sé að meina utanbæjarmönnum inngöngu í bæinn friðsama og setja upp landamæravörslu á bæjarmörkin en til þess þurfi auðvitað aukna fjárveitingu frá ríkinu en því er einmitt stjórnað af utanbæjarmönnum og því telur Sýslumaður erfitt þar um vik.